Námskeiðið verður haldið hjá Ferðafélagi Íslands, Mörkinni 6, 108 Reykjavík.
Almennt verð er kr. 29.900 en kr. 25.900 fyrir félaga í Ferðafélagi Íslands.
Ath! til að tryggja þér FÍ meðlimaafsláttinn notar þú afsláttarkóðann „fifelagi“ í netversluninni (án gæsalappa).
Á þessu námskeiði förum við yfir alla helstu grunnhljómana á gítar, svokölluð „vinnukonugrip“, og lærum að nota hljómana í tónlistarlegu samhengi. Markmið námskeiðsins er að leggja grunn að því sem þú vilt taka þér fyrir hendur í gítarleik. Við gerum allskonar æfingar, spilum lög og hljóma og jafnvel búum til okkar eigin lög. Við munum leggja mikla áherslu á áslátt og rytma til að gera gítarspilið þitt enn betra.
• Þú lærir alla helstu grunnhljómana á gítar, svokölluð „vinnukonugrip“, á námskeiðinu förum við yfir a.m.k. 30 „grip“/hljóma.
• Þú lærir góða handstöðu.
• Þú lærir góða tækni með hægri- og vinstri hendi.
• Þú lærir að beita þér rétt. Góð líkamsstaða er lykilatriði bæði til að hljóma betur og einnig að koma í veg fyrir óþarfa líkamlegt álag og jafnvel meiðsli.
• Þú lærir að spila með fingrum en einnig að nota gítarnögl.
• Þú lærir mismunandi takttegundir og uppbygingu laga, þ.e.a.s. form þeirra og það mun breyta því hvernig þú hlustar á tónlist með auknum og betri skilning.
• Þú lærir um mismunandi tónlistarstíla og færð innsýn inn í þá, t.d. popp, rokk, blús, latin ofl.
Við hittumst 1x í viku í 2 klst í senn þar sem kennari fer yfir kennsluefni vikunnar skref fyrir skref. Kennsludagar eru sem hér segir:
Í hverjum tíma eru æfingar sem við gerum til að styrkja það sem við höfum lært og byggjum þannig upp traustan grunn sem gerir framhaldið auðveldara. Eitt af því mikilvægasta í tónlist er að spila með öðru fólki við munum spila mikið saman og kennari ganga á milli og leiðbeina nemendum með tækni ofl. eins og þurfa þykir. Endurgjöf frá kennara (feedback) og t.d. hægt að leiðrétta einhver tækniatriði áður en etv slæmir vanar ná að setjast að hjá þér.
Eftir hvern tíma færðu aðgang að kennsluefni á læstu vefsvæði með æfingum sem þú getur farið yfir og æft þig á milli tíma.
Í kennslutímum er nægt svigrúm til að spyrja spurninga og fá svör við þeim spurningum sem þú kannt að hafa.
Kennari á námskeiðinu er Bent Marinósson, hann hefur yfir 20 ára reynslu í gítarkennslu. Honum er það mikið í mun að þú náir árangri.
Námskeiðið er yfirgripsmikið. Á námskeiðinu er farið yfir marga hljóma, alls um 30 talsins. Þetta eru allir þeir helstu í „opinni stöðu“, þeas „vinnukonugripin“ ásamt fleiri nytsamlegum hljómum. Við lærum að nota capo einnig. Við förum mikið yfir áslátt og takttegundir, hvernig við getum nýtt okkur hljómana til að búa til fallegan, hljómfagran og taktvísan gítarleik.
Gott aðgengi að kennsluefni: Þú getur nálgast aukaefni og æfingar hvenær sem er á námskeiðinu á milli gítartíma og þannig æft þig þegar þér hentar.
Ekki missa af þessu einstaka tækifæri og fá handleiðslu gítarkennara á þessi mikilvæga tímabili á ferðalagi þínu sem gítarleikari. Það er miklu auðveldara að tileinka sér góða vana strax heldur en að aflæra slæma og læra nýja í staðinn. Gerum þetta „rétt“ 🙂
„Mér fannst þetta námskeið svo gefandi og vakti svo mikinn áhuga á að fá framhald Svo gaman að geta spilað saman sem hópur og æft, sem trúlega verður enn meira gefandi þegar við verðum lengra komin höfum öðlast meiri færni. Ég sé ekki hvernig þetta námskeið gæti orðið betra það hentaði mér fullkomlega.”
„Þetta námskeið hentaði mér fullkomnlega, það var akkurat sem ég þurfti! Ég fékk góða innsýn inn í tónlist og hlusta núna öðruvísi á alla tónlist og gítarinn loksins notaður í staðinn fyrir að safna ryki heima!“
Námskeiðið verður haldið hjá Ferðafélagi Íslands, Mörkinni 6, 108 Reykjavík.
27. janúar 2025 – 24.febrúar, kennt verður alla mánudaga á tímabilinu, milli kl. 18:30 – 20:30 (nema ath verður ekki kennsla 17. febrúar).
Lágsmarksþátttaka eru 5 manns
Hámark eru 16 manns
Ath. flest stéttarfélög endurgreiða stóran eða allan hluta námskeiðsgjaldsins