Nýtt Gönguleiðakort fyrir Þórsmörk og Goðaland

Út er komið nýtt gönguleiðakort um gönguleiðir í Þórsmörk og Goðalandi, útgefið af Ferðafélagi Íslands og Útivist. Kortið er endurnýjuð og uppfærð útgáfa korta frá 2007 og 2012.

Síðustu ár hafa Vinir Þórsmerkur og Skógræktin lagt mikla vinnu í viðhald og endurmerkingu gönguleiða og endurnýjun kortsins því orðin tímabær.

Á bakhlið kortsins eru einföld kort af gönguleiðunum um Laugaveg og Fimmvörðuháls.

Gönguleiðakortið fæst á skrifstofum FÍ og Útivistar, vefverslun FÍ og verður einnig fáanlegt í Langadal, Básum og Húsadal.

 

Umsjónarmaður með verkinu var Arnar Haukur Rúnarsson.

Hægt er að skoða kortið nánar í vefverslun okkar: Hér