Öræfajökul að vori

Ferðafélagshópur gengur á Hrútsfjallstinda á vordögum 2020. Ljósmynd. Hermann Þór Snorrason.
Ferðafélagshópur gengur á Hrútsfjallstinda á vordögum 2020. Ljósmynd. Hermann Þór Snorrason.

Fjöl­marg­ir ganga á hæstu tinda Öræfa­jök­uls á vor­dög­um. Al­geng­ast er að ganga á jök­ul­inn í maí þegar dag­arn­ir eru lang­ir og bjart­ir, veðrið orðið betra og oft snjór í sprung­um. Jökla­göng­ur á hæstu tinda Öræfa­jök­uls geta tekið 12-15 klst. og því er mik­il­vægt að vera í góðu lík­am­legu formi og með all­an rétt­an búnað til ferðar­inn­ar. Yf­ir­leitt geng­ur fólk á jök­ul­inn í fylgd með far­ar­stjór­um í ferðafé­lög­um eða ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækj­um. Hvanna­dals­hnúk­ur, Sveinst­ind­ur, Rótar­fjalls­hnúk­ur og Dyr­ham­ar hafa í gegn­um tíðina verið vin­sæl­ir tind­ar að ganga á. Norðar á jökl­in­um eru Hrúts­fjallstind­ar og Miðfellstind­ur sem einnig hafa verið vin­sæl­ir tind­ar að ganga á.

Helsti búnaður

Helsti út­búnaður sem þarf til jökla­göngu eru skór með góðum sóla, mann­brodd­ar, klif­ur­belti, ísöxi, sólgler­augu, sólaráb­urður, skjólgóður fatnaður og nesti.

Ferðafé­lag Íslands hef­ur lengi staðið fyr­ir göng­um á Hvanna­dals­hnúk um hvíta­sunnu og leiðangr­ar þess­ir hafa notið mik­illa vin­sælda og hvert ár skipta þeir hundruðum sem sigr­ast á lands­ins hæsta fjalli og sjálf­um sér um leið. Fleiri ferðafé­lög og ferðaþjón­ustuaðilar bjóða einnig upp á jökla­göng­ur.

Gengið á Hrútfjallstinda.
Gengið á Hrút­fjallstinda. Ljós­mynd/​Hermann Þór Snorrason 

Ferðatil­hög­un

Ferðatil­hög­un er yf­ir­leitt með þeim hætti að þátt­tak­end­ur koma á eig­in bíl­um í Skafta­fell eða Öræfa­sveit en gang­an hefst við bíla­stæðið við Sand­fell snemma að morgni göngu­dags. Þaðan fet­ar hóp­ur­inn sig upp Sand­fells­heiði. Við jök­ul­rönd í um 1.100 metra hæð er hópn­um skipt í minni hópa sem ganga eft­ir það bundn­ir sam­an í línu í klif­ur­belt­um. Fremst­ur í hverri línu fer far­ar­stjóri/​fjalla­leiðsögumaður. Langa­brekka er and­lega krefj­andi en um leið til­val­in til að fara í innri íhug­un og hug­leiða. Þegar komið er upp á öskju­brún ligg­ur leiðin þvert yfir öskj­una til norðurs eft­ir sléttri snjó­breiðu fyr­ir aust­an sprungu­sveim Virkis­jök­uls sem fell­ur fram úr öskj­unni. Á síðari árum hafa fleiri og fleiri haldið lengra inn á slétt­una áður en leiðin er þveruð yfir á Hnúk­inn. Á þess­um slóðum mun jök­ull­inn vera um 500 metra þykk­ur niður á öskju­botn. Í norður­barmi öskj­unn­ar rís svo Hvanna­dals­hnúk­ur og er nokkuð bratt upp á hnúk­inn sjálf­an og þar reyn­ir oft­ast á notk­un brodda og axar og því þurfa þátt­tak­end­ur að kunna notk­un þessa mik­il­væga ör­ygg­is­búnaðar.

Góð ráð fyr­ir krefj­andi jökla­göngu

Hvíla skal í viku fyr­ir göng­una, borða og sofa vel. Best er að reyna að halda streitu í lág­marki, sofa vel og vera eins vel upp­lagður og hægt er. Mik­il­vægt er að drekka vel af vatni áður en lagt er af stað í göng­una. Einnig er mik­il­vægt að borða og drekka í öll­um stopp­um til að viðhalda orku­bú­skapn­um. Þá er mik­il­vægt að bera á sig sólaráb­urð reglu­lega all­an dag­inn og nota sólgler­augu. Gott er að setja íþróttaplást­ur á hæla fyr­ir göng­una til að forðast hæl­særi. Mik­il­vægt er að vera ekki of mikið klædd­ur, einkum í upp­hafi göngu, og frek­ar klæða sig í föt ef á þarf að halda frek­ar en að svitna mikið í upp­hafi. Mik­il­vægt er að taka ein­göngu það sem maður þarf að nota þegar pakkað er í bak­pok­ann. Góðir far­ar­stjór­ar ganga á mjög jöfn­um og ró­leg­um hraða en það skil­ar best­um ár­angri. Eins er gott að stoppa sjald­an og stutt en nýta stopp­in vel til að gera allt sem þarf að gera, borða, drekka, pissa, setja á sig plást­ur og bera á sig sólaráb­urð. Al­geng mis­tök fyr­ir jökla­göng­ur eru t.d. of mikið stress fyr­ir ferð og í upp­hafi ferðar, ekk­ert sofið og of lítið borðað og drukkið fyr­ir ferð. Bak­pok­inn þung­ur, of mikið klædd/​klædd­ur, mik­ill sviti, hár hjart­slátt­ur og hröð önd­un, gengið of hratt í byrj­un. Við þess­ar aðstæður get­ur öll ánægja horfið og í miðri ferð er kom­in upp mik­il van­líðan. Þetta er allt hægt að forðast með góðum und­ir­bún­ingi. Besta þjálf­un­in fyr­ir jökla­göng­ur er að stunda fjall­göng­ur. Fjall­göng­ur einu sinni til tvisvar í viku 2-3 mánuði fyr­ir jökla­ferð er al­mennt næg­ur und­ir­bún­ing­ur sam­hliða al­mennri lík­ams­rækt.
 

Búnaðarlisti dagsferð á jökli