Sigurður Þórarinsson: Söngvísur og svipmyndir

Veglegt albúm með myndum, söngtextum og heimildaefni um störf Sigurðar Þórarinssonar, vísindamanns er til sölu hjá Ferðafélagi Íslands.

Ferðafélag Íslands, Hið íslenska náttúrufræðafélag og Jöklarannsóknafélag Íslands gáfu albúmið út árið 2013. Útgáfan var helguð aldarafmæli vísindamannsins og söngvísnasmiðsins Sigurðar Þórarinssonar (1912–1983).

Í albúminu eru tveir diskar (CD og DVD) og 48 síðna myndskrýddur bæklingur með söngtextum og skýringum við efni beggja diskanna. Ítarlegan formála um vísindamanninn Sigurð Þórarinsson ritar nafni hans Sigurður Steinþórsson jarðfræðingur. Þar víkur hann m.a. að hálfrar aldar viðskiptum Sigurðar við Vatnajökul. Í bæklingnum er einnig yfirlit um helstu viðburði í lífi Sigurðar.

Á CD-disknum eru 32 söngvar við þýdda og frumsamda texta eftir Sigurð.Á DVD-disknum eru þrjú myndskeið, það á meðal heimildarmyndin Rauða skotthúfan (35 mín.)sem fjallar í máli og myndum um vísindastörf Sigurðar Þórarinssonar. Kynnir er Sigurður Steinþórsson jarðfræðingur.

Albúmið kostar aðeins 4 þúsund kr. eða 3 þúsund fyrir félagsmenn FÍ. Hægt er að kaupa það á skrifstofu Ferðafélags Íslands Mörkinni 6, 108 Reykjavík. Einnig er hægt að panta albúmið með því að hringja á skrifstofu FÍ í síma 568 2533 eða senda póst á fi hjá fi.is.

Kunstir2.jpg Kunstir3.jpg

Á bakhlið albúmsins er ítarlegt efnisyfirlit og á innsíðu eru upplýsingar á sænsku, ensku og þýsku.