Skíðaferð í Landmannalaugar

Gengið á gönguskíðum áleiðis í Landmannalaugar
Gengið á gönguskíðum áleiðis í Landmannalaugar
Skíðaferð í Landmannalaugar
 
Ferðafélag Íslands mun í vetur og næsta sumar standa fyrir ferðum sem kynntar eru með styttri fyrirvara á heimasíðu og facebók. Bæði er um að ræða gönguskíðaferðir, fjallaskíðaferðir og síðan sumarleyfisferðir og meðal annars ferðir í verkefninu Gengið á góða spá.
 
Í þessari skíðaferð í Landmannalaugar sem Róbert Marshall leiðir verður gengið á gönguskíðum með púlkur í eftirdragi sem geyma allan búnað til ferðarinnar, meðal annars fjallaskíði sem síðan verða notuð í fjalllendi Landmannalauga.
 
Skíðaferð í Landmannalaugar
 
Á fjallaskíðum í fjallendi Landmannalauga
 
21. til 23.janúar, föstudagur til sunnudags
Fararstjórn: Róbert Marshall
Brottför frá Hrauneyjum kl.10:00
 
Farið á gönguskíðum frá Sigöldu í Landmannalaugar með farangur og fjallaskíði á púlkum. Farið yfir grunnatriði í vetrarferðamennsku á skíðum. Leiðarval, tækni og öryggismál. Laugardagur nýttur til fjallaskíðunar á Landmannalaugasvæðinu þar sem farið er yfir undirstöðuatriði í fjallaskíðamennsku í óbyggðum. Skíðað heim á sunnudegi og einn tindur fjallaskíðaður ef færi gefst. Kynning á Fjallabaki og möguleikum þess í útivist og vetrarferðalögum.
Verð 34.000/39.000. Innifalið: fararstjórn og gisting.
 
Hámarksfjöld 18
Þátttakendur fara í hraðpróf fyrir ferð.