Lokun skála á Laugaveginum

Nú fer að líða að vetri og vinna hafin við lokun skála  FÍ bæði á Laugaveginum og á öllum öðrum skálasvæðum félagsins.  Skálum FÍ í Emstrum, Hvanngili, Álftavatni, Hrafntinnuskeri verður lokað frá og með 17. september. Skálavörður verður í Þórsmörk til 10. október og fram í  miðjan október í Landmannalaugum,  eftir aðstæðum.   Um leið og skálum er lokað fyrir veturinn fara skálaverðir til byggða. 

Ferðafélag Íslands vill minna ferðafólk á að fara varlega og skoða veðurspá áður en haldið er til fjalla, snjór og næturfrost eru algengar aðstæður til fjalla þessa dagana auk þess sem vonskuveður og lægðagangur kalla oft á gular viðvaranir Veðurstofu og rétt að haga ferðum eftir veðri og aðstæðum.