**Uppfært 10 sept.
Fyrir nokkru síðan komu upp veikindi á Laugaveginum þar sem grunur var um að rekja mætti til mengunar í vatnsbólum. Nú hafa borist niðurstöður úr sýnatökum úr vatnsbólum á skálasvæðum FÍ á Laugaveginum. Niðurstöður staðfesta að vatnið stenst kröfur heilbrigðisyfirvalda, í Landmannalaugum, í Álftavatni, í Hvanngili og í Emstrum. Í Hrafntinnuskeri greindust coli gerlar í vatni, sem eru ekki e coli gerlar og ekki alvarlegs eðlis. Unnið er að því að tryggja að yfirborðsvatn komist ekki í vatnsbrunn í Hrafntinnuskeri. Á sama tíma hafa aðgerðir FÍ og ferðaþjónustuaðila á svæðinu gengið vel og engin veikindi greinst síðustu daga og hafa annars frá því að veikindi komu fyrst upp verið lítil í hlutfalli göngufólks á leiðinni og langflest ekki orðið vör við nein einkenni. Áfram hefur þó verið unnið með aukin þrif og sóttvarnir, m.a. þrif með klórblöndum og lögð áhersla á persónubundnar sóttvarnir, þrífa hendur vel og spritta, þrífa alla snertifleti og ekki síst mataráhöld og borðbúnað, með heitu vatni og sápu fyrir og eftir notkun. Í sameiginlegu átaki allra á leiðinni hefur tekist vel til.
uppfært 29 ág:
Nú hefur Embætti Landlæknis staðfest að nóróveira hafi greinst í tveimur sýnum frá einstaklingum sem veiktust á Laugaveginum í síðustu viku.
Frá síðustu helgi hafa verið 5 tilfelli í Emstrum, Langadal og Hrafntinnuskeri. Tilfellin eru mismunandi en í fjórum þeirra veiktist aðeins einn en í einu var um hluta hóps að ræða.
Í morgun voru 11 veikir í Emstrum sem verða fluttir til byggða seinna í dag. Þessir einstaklingar eru allir hluti af sama hóp.
Niðurstöður bárust í gær vegna sýnatöku úr vatnsbólinu í Álftavatni og Hrafntinnuskeri. Ekkert mældist í Álftavatni en í Hrafntinnuskeri greindust coli bakteríur. Stigsmunur er á alvarleika e. coli og coli baktería en við biðjum fólk um að sjóða vatn til neyslu. Til að gæta varúðar þarf að sjóða vatn í öllum skálum á Laugaveginum, frá og með Landmannalaugum til Þórsmerkur.
Frá því að fyrsta tilfelli veikinda kom upp, fyrir um viku síðan, hafa þrif verið stóraukin. Allir fletir eru þrifnir með Alhreinsi, sótthreinsiefni og klórblöndu. Jafnframt eru sprittdunkar og sápa í boði fyrir alla gesti í skálum og á salernum.
Þessu verður haldið áfram á meðan við tökumst við þessi smit og veikindi.
Þrifið verður nú þrisvar á dag skv. leiðbeiningum frá Heilbrigðiseftirliti, m.a. með klórblöndu. Jafnframt verður allur búnaður í skálum þrifinn rækilega. Þetta nær t.d. til potta, hnífapara og svo framvegis auk þess sem allir snertifletir eru þrifnir reglulega.
Áfram verður því beint til gesta að sjóða allt neysluvatn. Þetta á við í öllum skálum á Laugaveginum.
Rétt er að hafa í huga að margir / flestir smitast ekki og staðfestir hlutfall smitaðra af fjölda göngufólks á leiðinni, það.
Ferðafélag Íslands vinnur náið með yfirvöldum, sóttvarnarlækni, Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og lögreglu og mun fylgja öllum leiðbeiningum frá þessum aðilum.
Veikindi í Botnum á Emstrum
Í nótt komu upp veikindi í skála FÍ í Botnum á Emstrum. Um er að ræða hópsmit og voru tveir hópar þar sem veikindi komu upp fluttir til byggða. Uppruni smits er enn óþekktur. Að svo stöddu er ekki hægt að staðfesta að veikindi megi rekja til neysluvatns, en ekki hægt að útiloka það heldur. Ferðafélag Íslands vinnur með heilbrigðisyfirvöldum. Sýni hafa verið tekin og er beðið eftir niðurstöðum. Göngufólk í öðrum gönguhópum hefur ekki veikst og hefur haldið áfram sinni göngu, er komið í Þórsmörk og farið til byggða samkvæmt áætlun.
Ferðafélag Íslands leggur sig fram um að tryggja hreinlæti og lágmarka þannig smithættu eins og hægt er miðað við aðstæður. Gestir eru beðnir um að huga að persónubundnum sóttvörnum með handþvotti og handspritti. Gestir eru á eigin ábyrgð í skálum og tjaldstæðum Ferðafélags Íslands.
Verkferlar varðandi þrif eru í notkun. Auk þess munu klórblöndur, handspritt og sótthreinsiúði standa til boða í skálum félagsins. Sameiginlegir snertifletir skulu vera sótthreinsaðir fyrir og eftir eldamennsku og allt leirtau þrifið rækilega eftir hverja notkun með sápu og heitu vatni. Öllum afgangsmat skal henda. Salerni og snertifletir á skálasvæðum félagsins eru þrifin og sótthreinsuð reglulega. Á meðan beðið er eftir niðurstöðum sýnatöku er fólk hvatt til að sjóða neysluvatn.
___________
Ferðafélagið hvetur gesti til að sýna aðgát og tillitssemi í umgengni við aðra. Hugum að hreinlæti; bæði að reglulegum handþvotti ásamt því að spritta vel hendur þegar við á.
Leiðbeiningar frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sé um nóroveiru að ræða:
Viðbrögð við Nóróveiru og öðrum magapestum.
Nórórveira:
Þrif/Sótthreinsun
Þrif og sótthreinsun með klór
Hægt er að nálgast öryggisblöð frá framleiðanda þar sem klórinn er keyptur en þar er farið yfir viðbrögð ef slys af klór hendir því efnið er mjög ætandi.
Allt miðar þetta af því að rjúfa smitleiðir.
Magapest sem er ekki nórórveira: