Samgöngur og landvarnir 1500-1900
15.04.2010
Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing laugardaginn 17. apríl þar sem m.a. verður fjallað um ferðir um fjallvegi fyrr á tíð. Málþingið ber yfirskriftina Samgöngur og landvarnir 1500-1900. Það verður haldið í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð.
Málþingið hefst kl. 13:00 og því lýkur um kl. 16:30. Flutt verða fimm erindi sem hér segir:
Sprengisandsleiðin forna, einkum á átjándu öld (Björn Teitsson sagnfræðingur);
Ferðir um Kjöl á átjándu og nítjándu öld (Eiríkur Þormóðsson handritavörður);
Fornar leiðir frá Skriðuklaustri (Steinunn Kristjánsdóttir,dósent í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn);
Samgöngur í Húnaþingi á átjándu og nítjándu öld (Jón Torfason skjalavörður);
Sýnilegar og ósýnilegar varnir Íslands á átjándu öld (Halldór Baldursson læknir).
Fundarstjóri verður Þóra Kristjánsdóttir list- og sagnfræðingur. Félag um átjándu aldar fræði býður málþingsgestum kaffiveitingar í hléi. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.