Fréttir

Ferðamennska – Rötun – Áttaviti – Skyndihjálp

Ferðafélag Íslands og Björgunarsveitin Ársæll bjóða upp á námskeið fyrir ferðamenn 28. - 30 maí þar sem farið verður yfir ferðamennsku 1, rötun, skyndihjálp og notkun gps og áttavita.  Verð á námskeiðið er kr. 8.000 fyrir félagsmenn FÍ en kr. 12.000 fyrir aðra.  Skráning á skrifstofu FÍ í síma 568-2633 eða á fi@fi.is

Skrifstofa FÍ lokuð í dag 12. maí

Skrifstofa FÍ er lokuð í dag 12. maí vegna námskeiðs starfsmanna.  Skrifstofan opnar á föstdag kl. 10.

Örganga í Grafarholti 12. mai

Örganga Önnur gangan um nágrenni Grafarholtsins verður miðvikudaginn 12. maí.  Lagt verður af stað frá vatnsgeymunum kl: 19:00.  Leið:  Gengið um stíginn, sem liggur að Reynisvatni - þaðan haldið upp á Velli - þaðan um Leirdalsklauf upp á Grenás - þaðan í Skálina  (Paradísardal) - úr Skálinni niður á göngustíginn, sem liggur að - að geymunum.  Leiðin er að nokkru utan stíga og því ráðlegt að vera í góðum gönguskóm.  Þetta er ekki hraðganga.  Ætlaðar eru 1 1/2 - 2 klukkstundir til ferðarinnar.  Örgöngur eru aldrei felldar niður vegna veðurs. Fararstjórar:  Guðlaug Sveinbjarnardóttir og Höskuldur Jónsson

Málþing um gæða og umhverfismál í ferðaþjónustu

Miðvikudaginn 12. maí kl. 14-16 verður haldið málþing um gæða og umhverfismál í ferðaþjónustu  á Grandhótel í Reykjavík.

Barnavagnavika Fí og Ferðafélags barnanna

Barnavagnavika FÍ 10. - 14. maí      Barnavagnavika FÍ og Ferðafélags barnanna hefst í dag kl. 12.30.  Þá verður gengið frá Perlunni um Öskjuhlíð. Gönguferðir með barnavagna og kerrur eru alla daga vikunnar og ávallt kl. 12.30.  Á þriðjudag er gengið frá Árbæjarsundlaug, á miðvikudag er gengið frá Gerðarsafni í Kópavogi og á fimmtudagsmorgun kl. 10.30 frá Húsdýragarðinum í Laugardal og verður öllum þátttakendum síðan boðið í húsdýragarðinn að göngu lokinni.  Ekki verður gengið á föstudag,  en boðið upp á gönguferð mánudaginn 17. maí kl. 12.30. Gönguferðirnar eiga að vera léttar og skemmtilegar, með léttum æfingum og teygjum inn á milli  ca 90 mínútur hver gönguferð.  Fararstjóri er Auður Kjartansdóttir.   Sjá myndir

Barnavagnavika FÍ 10. - 14. maí

Barnavagnavika FÍ og Ferðafélags barnanna hefst í dag kl. 12.30.  Þá verður gengið frá Perlunni um Öskjuhlíð. Gönguferðir með barnavagna og kerrur eru alla daga vikunnar og ávallt kl. 12.30.  Á þriðjudag er gengið frá Árbæjarsundlaug, á miðvikudag er gengið frá Gerðusafni í Kópavogi og á fimmtudagsmorgun kl. 10.30 frá Húsdýragarðinum í Laugardal og verður öllum þátttakendum síðan boðið í húsdýragarðinn að göngu lokinni.  Ekki verður gengið á föstudag,  en boðið upp á gönguferð mánudaginn 17. maí kl. 12.30. Göngufeðrirnar eiga að vera léttar og skemmtilegar, með léttum æfingum og teygjum inn á milli,  ca 90 mínútur hver gönguferð.  Fararstjóri eru Auður Kjartansdóttir.

Heiðríkja á Hvannadalshnúk

Ferðafélag Íslands efndi á laugardag til göngu á Hvannadalshnúk fyrir þátttakendur í verkefninu 52 fjöll sem staðið hefur frá áramótum. Alls gengu 109 á fjallið í heiðríku veðri og veðurblíðu svo elstu menn muna varla annað eins. Á toppnum blasti við blár himinn til allra átta og mátti þekkja nafntoguð fjöll í flestum landshlutum. Logn og sólskin hélst allan daginn og voru þátttakendur í sjöunda himni í bókstaflegri merkingu og skein gleðin af hverju andliti. Það var Haraldur Ólafsson sem stýrði verkefninu eins og jafnan er í ferðum FÍ á þennan hæsta tind Íslands. Sjá myndir.

Til Hvannadalshnúkfara

Tilkynning til þátttakenda í göngu Ferðafélags Íslands á Hvannadalshnúk á morgun - laugardag. Brottför á Hvannadalshnúk hefur verið ákveðin kl. 04.00 á laugardagsmorgun. Þátttakendur mæti á upphafsstað göngu við Sandfell kl. 03.45 tilbúnir í slaginn. Sýnið aðgát á leiðinni austur því öskufall er nokkurt í Vík og nágrenni og skyggni getur orðið mjög takmarkað.

515 alls í morgungöngum

Morgungöngum Ferðafélags Íslands lauk 2010 með hljómfögrum söng Léttsveitar Reykjavíkur á Úlfarsfelli í morgun meðan 160 þátttakendur gæddu sér á morgunmat. Jóhanna Þórhallsdóttir stjórnaði kórnum. Alls tók 515 þátt í morgungöngunum að þessu sinni sem mun vera metþátttaka. Sjá nýjar myndir hér.

Vill leyfa aðgengi ferðamanna að Gígjökli

Leyfið fólkinu að koma til eldfjallsins,“ sagði Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur á Ferðamálaþingi í fyrradag. Hann hefur stundað rannsóknir á eldfjöllum í fjóra áratugi og skipulagt ferðir fyrir ferðamenn á eldfjallasvæði í um þrjá áratugi. Erindi Haraldar má lesa á bloggi hans, www.vulkan.blog.is.   ,,Það er algjörlega magnað að vera hérna, og eins að aka hér inneftir,“ sagði Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Hann fór inn að Gígjökli í fyrradag ásamt fleirum frá Ferðafélaginu og Vegagerðinni til að kanna aðstæður í Þórsmörk og ástand vegarins.