Fréttir

Esjudagur barnanna

Esjudagur barnanna.  Á morgun laugardag verður mikið fjör í hlíðum Esju.  Þá verður Esjudagur barnanna haldinn í samstarfi við Ferðafélag Barnanna, Esjustofu og Barnamenningarhátíð. Ókeypis sætaferðir verða kl 13.15 frá Ferðafélagi Íslands að Mörkinni 6.  Kl 14.15 verður leikþáttur frá Færeyjum - Trölla-Pétur og amma hans sem er verulega óþæg og skemmtileg. Síðan verður notið þess sem Esjan og skógur hefur upp á að bjóða -  farið í leiki og ratleikurinn verður á sínum stað. Ókeypis veitingar í boði Esjustofu og Ferðafélagsbarnanna. Komið og njótið Esjunnar -  Fjall í borg.  

Esjudagur barnanna

  kemur Esjudagur barnanna er á morgun laugardag  kl 14 - 16. Ókeypis rútuferðir verða frá Mörkinni 6 kl 13.15  og til baka kl 16. Trölla-Pétur og amma hans sem er hið mesta ólíkindatól skemmta kl 14.15 .  Komið öll og upplifið skemmtilega stunda saman í Esjuhlíðum. Við förum í leiki og gönguferðir inn í skóginn og upp í hlíðar Esju. Upplifið hreina náttúrutöfra saman og fyllist forvitni um hvað er á bak við næsta hól. Þessi viðburður er hluti af Barnamenningarhátíð Reykjavík -  Esjan er fjallið okkar ! Ókeypis veitingar í boði Esjustofu og Ferðafélags Barnanna. Mætið öll !        

Staksteinar landsins

Fyrirlestur verður haldinn laugardaginn 24. apríl 2010, kl. 13.15,  í stofu N 130 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands. Þá flytur Hólmsteinn Snædal á Akureyri fyrirlestur sem hann nefnir Staksteinar landsins, myndir af þeim, nöfn þeirra, saga þeirra og sérkenni. Á sýningunni mun hann sýna myndir af nafnkenndum steinum og segja og lesa upp sagnir sem þeim eru tengdar. Einnig hvernig „íbúar“ sumra þessara steina hafa haft samskipti við sýnilega íbúa landsins. Og síðast en ekki síst hversu mikilvæg kennileiti þessir staksteinar voru í landinu. 

Skaftárganga - Draumaleið göngumannsins

Skaftárganga - draumaleið göngumannsins - 14. - 16. maí . Skemmtileg, þægileg gönguferð með miklum fróðleik um einstaklega fallegt svæði. Leiðsögumaður: Jón Helgason Fararstjóri: Broddi Hilmarsson Frá Skál að Eldmessutanga.15. maí 2010                                                                              Söguganga ca 15 km (6 - 7 klt.) Laugardaginn 15. maí kl. 9.00 er horft á myndina Eldmessu í félagsheimilinu Kirkjuhvoli, Kirkjubæjarklaustri til að skynja betur umhverfi og andrúmsloft í Skaftáreldum og Móðuharðindum.

Örgöngur FÍ í maí

D-4Örgöngur FÍ - Gönguferðir í Grafarholti og nágrenni  5. maí - 2. júní, á miðvikudögum kl. 19 Fararstjórar: Höskuldur Jónsson og Guðlaug SveinbjarnardóttirStuttar hressandi gönguferðir, 1 - 2 klst., um skemmtileg svæði í Grafarholtinu og nágrenni með leiðsögn. Mæting við hitaveitugeymana í Grafarholti. Þátttaka ókeypis, allir velkomnir.

Útivistarmaður Íslands 2010

Cintamani og FÍ leita að útivistarmanni Íslands  Segðu okkur frá þínu mesta afreki í útivist. Við viljum heyra frá öllum þeim sem stunda útivist, hvort sem það er reglulega eða bara einu sinni á ári.  Verðlaun Þyrluskíðaferð fyrir tvo með Arctic Heli Skiing eða Cintamani fatnað fyrir 100.000 kr. Sendu okkur þína reynslusögu fyrir 7. maí á info@cintamani.is eða í umslagi merktu Útivistarmaðurinn 2010 í Austurhraun 3, 210 Garðabæ. Pólfarinn Haraldur Örn Ólafsson frá Fjallafélaginu, Jökull Bergmann frá Arctic Heli Skiing, Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands og Skúli Björnsson framkvæmdastjóri Cintamani velja síðan útivistarmanninn 2010 úr innsendum sögum.  

Tekið á því í tilefni sumars

Fimmtudaginn 22 apríl sameinast allir hópar Eitt fjall á viku í tilefni þess að sumarið er komið. Í tilefni dagsins ætlum við að ganga saman á Botnssúlur fyrir botni Hvalfjarðar nánar tiltekið Miðsúlu sem er 1098 há. Á fimmtudagsmorgun er brottför úr Mörkinni 6 kl. 09.00 eða frá Select og ekið að Stóra-Botni í Botnsdal í Hvalfirði þar sem gangan hefst. Gengið er eftir fjölfarinni leið yfir göngubrú á Botnsá og þaðan eftir hinni fornu leið Leggjabrjót áleiðis upp að Botnssúlum. Leiðin er vörðuð og skýr enda forn þjóðleið um aldir. Á Sandhrygg fyrir ofan Múlafjall nánar tiltekið fyrir botni Brynjudals er beygt af leiðinni og haldið á brattann og ekki linnt fyrr en tindi er náð. Gangan er u.þ. b. 16 kílómetra löng og rétt að gera ráð fyrir því að hún taki 4-5 klukkutíma hið minnsta og miða nesti við það. Hlýr fatnaður er auðvitað sjálfsagður og legghlífar gætu komið í góðar þarfir því búast má við aurbleytu í fjallinu.

Norska Ferðafélagið í heimsókn hjá FÍ

Kristin Krohn Dewold framkvæmdastjóri DNT         Í vikunni voru forráðamenn Ferðafélags Noregs í heimsókn hjá Ferðafélagi Íslands. Norsku gestirnir fóru meðal annars í heimsókn í Langadal í Þórsmörk og lentu í miklu ævintýri í ferðinni þegar Eyjafjallajökull byrjaði að gjósa. Urðu norðmennirnir innlyksa í Langadal ásamt fulltrúum FÍ og ferðamönnum frá Belgíu sem dvöldu í skálanum.  Með í för var einnig norski sendiherrann á Íslandi Margit Tveiten.    Hópurinn var síðan fluttur úr Þórsmörk yfir Markárfljót með leyfi almannavarnarnefndar.  Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ segir að heimsóknin sé liður í auknu samstarfi félaganna en Ferðafélag Íslands hafi að undanförnu kynnt sér vel starf DNT (norska Ferðafélagsins) og þar sé margt mjög áhugavert sem FÍ geti lært af og tekið upp í sínu starfi.  ,,Ferðafélag Noregs er gríðarlega öflugt félag með um 230 þúsund félagsmenn.  Starfsemi þeirra er í grunninn hin sama og starf FÍ og byggir á ferðum, skálauppbyggingu, stikun og merkingu gönguleiða, útgáfustarfi og fræðslu, "  Páll segir að Ferðafélag Íslands hafi í upphafi verið stofnað eftir hugmyndum frá Noregi og norska Ferðafélaginu. Sjá myndir

Náttúruverndarþing

Náttúru- og umhverfisverndarsamtök á Íslandi boða til náttúruverndarþings í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð laugardaginn 24. apríl nk. kl. 10.00-15.30. Náttúruverndarþing er haldið til að leiða saman alla þá sem hafa áhuga á umhverfis- og náttúruverndarmálum. Markmiðið er að skapa öflugan grundvöll samstarfs og umræðu um málefni og baráttuaðferðir náttúruverndarfólks og náttúruverndarsamtaka á Íslandi.

Langir dagar á Esjunni föstudag, laugardag og sunnudag

Ferðafélagið býður upp á gönguferðir á Esjuna FÍ fjör, í dag, á morgun og á sunnudag, langar gönguferðir á Esjuna.