Esjudagur barnanna
23.04.2010
Esjudagur barnanna.
Á morgun laugardag verður mikið fjör í hlíðum Esju. Þá verður Esjudagur barnanna haldinn í samstarfi við Ferðafélag Barnanna, Esjustofu og Barnamenningarhátíð.
Ókeypis sætaferðir verða kl 13.15 frá Ferðafélagi Íslands að Mörkinni 6. Kl 14.15 verður leikþáttur frá Færeyjum - Trölla-Pétur og amma hans sem er verulega óþæg og skemmtileg. Síðan verður notið þess sem Esjan og skógur hefur upp á að bjóða - farið í leiki og ratleikurinn verður á sínum stað. Ókeypis veitingar í boði Esjustofu og Ferðafélagsbarnanna.
Komið og njótið Esjunnar - Fjall í borg.