Fréttir

Jónsmessugöngu FÍ aflýst

Jónsmessugöngu Ferðafélags Íslands á Snæfellsjökul í kvöld hefur verið aflýst.  Örlygur Steinn Sigurjónsson jöklafararstjóri FÍ og göngustjóri í ferðinni er nýkominn af Snæfellsjökli. ,,Aðstæður voru ekki góðar, rok og rigning og skyggni aðeins um 10 metrar og þar sem sprungur eru stórar og opnar eftir snjólítinn vetur getum við ekki gert annað en aflýst ferðinni,"  Þátttakendur í ferðinni fá endurgreitt þátttökugjald eftir helgi. 

Jónsmessugöngu FÍ aflýst

Jónsmessugöngu Ferðafélags Íslands á Snæfellsjökul í kvöld hefur verið aflýst.  Örlygur Steinn Sigurjónsson jöklafararstjóri FÍ og göngustjóri í ferðinni er nýkominn af Snæfellsjökli. ,,Aðstæður voru ekki góðar, rok og rigning og skyggni aðeins um 10 metrar og þar sem sprungur eru stórar og opnar eftir snjólítinn vetur getum við ekki gert annað en aflýst ferðinni,"  Þátttakendur í ferðinni fá endurgreitt þátttökugjald eftir helgi. 

Jónsmessugöngu FÍ aflýst - ferð 52 fjalla hóps einnig aflýst

Jónsmessugöngu FÍ aflýst Jónsmessugöngu Ferðafélags Íslands á Snæfellsjökul í kvöld hefur verið aflýst. Örlygur Steinn Sigurjónsson jöklafararstjóri FÍ og göngustjóri í ferðinni er nýkominn af Snæfellsjökli. ,,Aðstæður voru ekki góðar, rok og rigning og skyggni aðeins um 10 metrar og þar sem sprungur eru stórar og opnar eftir snjólítinn vetur getum við ekki gert annað en aflýst ferðinni," Þátttakendur fá endurgreitt þátttökugjald eftir helgi.  Ferð 52 fjalla hóps FÍ á Snæfellsjökul er einnig aflýst. 

Fararstjórar á leið niður jökul - ákvörðun kl. 14

Fararstjórar FÍ eru nú á leið niður Snæfellsjökul og eru sem stendur á sambandslausu svæði. Ákvörðun um jónsmessugöngu kvöldsins verður tilkynnt hér á vefnum um leið og þeir komast í samband, um kl. 14. 

Jónsmessuganga á Snæfellsjökul - ákvörðun kl. 13

Fararstjórar Ferðafélags Íslands eru nú á Snæfellsjökli til að meta aðstæður fyrir Jónsmessugöngu kvöldsins á jökulinn.  Ákvörðun um hvort ferðin verður farin verður tekin og tilkynnt kl. 13.

Jónsmessu göngu FÍ á Snæfellsjökul - Frestað

Jónsmessu göngu  FÍ á Snæfellsjökul í dag föstudaginn 18. júní hefur verið frestað vegna vonsku veðurs á Snæfellsjökli og slæmrar veðurspár fyrir kvöldið. Ferðin verður farin á morgunn laugardaginn 19. júní á sama tíma kl 17 með sama fyrirkomulagi og áður hafði verið auglýst.

Jónsmessuganga á Snæfellsjökul - upplýsingar

Árleg Jónsmessuganga FÍ á Snæfellsjökul verður farin föstudaginn 18. júní.  Þátttakendur verða um 200 göngugarpar sem munu upplifa Jónsmessunótt á jöklinum.  Helstu upplýsingar til þátttakenda eru:  Lagt verður af stað frá Mörkinni 6 kl. 17 í rútu.  Á leiðinni verður stoppað við Vegtamót á Snæfellsnesi í 30 mínútur.   Síðan er ekið að Hellnum að þjónustumiðstöð þjóðgarðsins þar sem landverðir taka á móti hópnum og verða með stutta fræðslu um Snæfellsjökul og þjóðgarðinn.  Síðan er ekið áfram áleiðis að Hellissandi en beygt til hægri þar sem Eysteinsdalur er merktur á skilti.  Þar er ekið eins langt og leið liggur að náttúrulega gerðu bílastæði.  Lagt verður verður af stað í gönguna um kl. 21.45. Gengið er í tvöfaldri/þrefaldri röð á tind Snæfellsjökuls.  Á leiðinni verður ein 15 mínútna kaffipása. Á tindinum verður hópurinn um miðnætti og áætlað að koma niður á milli kl. 02 - 03.  Þátttakendur þurfa ekki jöklabúnað, þe belti, brodda eða ísexi en fylgja fyrirmælum fararstjóra.  Þeir sem aka á eiginbílum mæta á Hellnum kl. 20.  Þátttakendur taka með sér góðan göngufatnað/hlífðarfatnað,húfu og vettlinga, bakpoka með nesti og drykk, sólgleraugu, sólarárburð ( göngustafi, myndavél, sjónauka, göngukort .... ) Fararstjórar í ferðinni eru Páll Guðmundsson og Auður Kjartansdóttir og þeim til aðstoðar verður fríður hópur fararstjóra og landvarða. 

Dalirnir kalla

Ferðafélag Íslands í samstarfi við Út og vestur býður nú upp á nokkrar áhugaverðar ferðir í Dölunum, bæði helgarferðir og lengri ferðir.  Ferðafélagið gefur út árbók um Dalina á næsta ári og kynnir nú og í kjölfar útgáfu árbókarinnar svæðið með gönguferðum og fræðslu.  Árni Björnsson þjóðhátttarfræðingur ritar texta bókarinnar og Jón Jóel Jónsson í út og vestur verður fararstjóri í ferðum sumarsins. Sjá nánar á www.utogvestur.is  og eins undir ferðir hér á heimasíðunni.

Rigningar breyta aðstæðum hratt í Þórsmörk - allt að grænka

,,Það hefur rignt töluvert hjá okkur undanfarið og gróður hefur í kjölfarið sprottið hratt og allt grænkar og dafnar hér í Langadal," segir Helga Garðarsdóttir skálavörður FÍ í Langadal í Þórsmörk.   ,,Það hefur orðið mikil spretta hér á svæðinu og við höfum verið að slá tjaldsvæðin og eins hafa rigingar hreinsað af trjánum þannig að hér er græni liturinn að taka við sér og verða áberandi.

Vinnuferð í Emstrur - aðstæður að snarbatna

Fyrir skömmu fór Þorsteinn Eiríksson fóstri í Emstum í vinnuferð í Emstrur ásamt fríðum flokki vinnufólks.  Að sögn Þorsteins var tekið til hendinni alla helgina, skálar gerðir klárir fyrir sumarið, þrifið og sett á vatn og fleira.  Vinnuferðir hafa nú verið farnar í alla skála FÍ á Laugaveginum og að sögn skálavarða hafa rigningar nú að undanförnu gjörbreytt aðstæðum til hins betra, allt að grænka og góður að taka hressilega við sér.