AÐ RATA RÉTTA LEIÐ!
01.07.2010
Fagnaðu með okkur og undirbúðu ævintýri sumarsins!
Í dag opnar Forlagið nýja og stórglæsilega kortadeild í verslun sinni að Fiskislóð 39. Af því tilefni verður opnunarhátíð í dag kl. 16-20 þar sem kynnt verður frábært úrval landakorta og ferðabóka.
Nýju Atlaskortin verða fáanleg á sérstöku kynningarverði. Grillaðar pylsur og Svali verða í boði kl. 18-20 og heitt á könnunni fyrir gesti og gangandi. Fararstjórar og fulltrúar Ferðafélags Íslands munu mæta á staðinn og kynna nýútkomna árbók félagsins, Friðland að Fjallabaki, sem og ferðir sumarsins. Allir Velkomnir!