Esjan að hausti - alveg fram að jólum
06.09.2010
,,Esjan að hausti - alveg fram að jólum," er verkefni sem hefst um miðjan september hjá FÍ ef næg þátttaka fæst. Þá verður boðið upp á tvær fjallgöngur í viku á Esjuna, eina í miðri viku og eina um helgar. Segja má að Esjan verði gengin þvers og kruss og leiðaval verður fjölbreytt. Fararstjóri í öllum Ejsugöngunum er hinn síungi og fjallhressi Þórður Ingi Marelsson fyrrverandi markaskorari hjá knattspyrnufélaginu Vikingi. Verkefnið er ekki síst hugsað sem frábær líkamsrækt og góður félagsskapur í glaðværum og jákvæðum hópi fjallamanna. Sérstakur undirbúningsfundur verður haldinn þriðjudaginn 7. september kl. 19 í sal FÍ Mörkinni 6. Þátttökugjald í verkefnið er kr. 15.000/18.000