Fréttir

30 manns í Þjórsárver með Þóru Ellen og Gísla Má

30 manns eru nú í sumarleyfisferð FÍ í Þjórsárver með Þóru Ellen Þórhallsdóttur og Gísla Má Gíslasyni sem fararstjórum.  Þóra Ellen og Gísli Már eru í hópi fremstu vistfræðinga landsins og hafa bæði stundað rannsóknir í Þjórsárverum um langt skeið.  Á upphafsdegi ferðarinnar lék veðurblíðan við ferðalanga og útsýnið og náttúrufegurðin var himneskt.

Lónsöræfi - Stafafellsfjöll - Tröllakrókar

Ferðafélag Íslands býður upp á gönguferð í Lónsöræfi um verlsunarmannahelgina með Örlygi Steini Sigurjónssyni sem fararstjóra.  Örlygur er fyrrverandi formaður Íslenska alpaklúbbsins og í hópi reyndustu fjallamanna landsins.  Gönguferð um Lónsöræfi er ógleymanleg ganga um stórkostlegt landsvæði.  Örfá sæti eru laus í ferðina.

Útileguhelgi fjölskyldunnar á Þingvöllum um næstu helgi

Ferðafélag barnanna og Þingvallaþjóðgarður standa fyrir útileguhelgi fjölskyldunnar á Þingvöllum helgina 23-25.júlí. Dagskrá stendur yfir frá kl. 18 á föstudegi til kl. 15 á laugardegi. Fræðsla verður um búnað, þ.m.t bakpoka, tjald, prímusa og farið verður yfir öryggisþætti í samskiptum við náttúruna. Síðast en ekki síst verða leikir, glens og gaman og stuttar gönguferðir í boði. Fararstjórar og umsjónarmenn eru Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður og forseti FÍ og Guðrún Selma Steinarsdóttir.

Útileguhelgi Ferðafélags barnanna í Þingvallaþjóðgarði

Ferðafélag barnanna hefur sett upp útileguhelgi fjölskyldunnar á Þingvöllum helgina 23-25.júlí. Mæting er á föstudeginum kl 18.00.  Fræðsla verður um búnað, þ.m.t bakpoka, tjald, prímusa og farið verður yfir öryggisþætti í samskiptum við náttúruna. Síðast en ekki síst verða leikir, glens og gaman og stuttar gönguferðir í boði.

Gengið um Fljótafjöllin Helgarferð 22 – 25. júlí 2010

Það eru laus pláss í ferðina Gengið um Fljótafjöllin Helgarferð sem farin er dagana 22 - 25. júlí 2010    22-7 fimmtudag komið í Bjarnargil á eiginvegum. 23-07 Blákápugarður skoðaður og rætt um söguna. Gengið upp á Barðshyrnu og fram (Skipið) Brekkufjall. Gengið að þeim stað sem fararstjóri upplifði mikið náttúruundur fyrir 5 árum og sagt frá. Gengið niður Skeiðsdal að Skeiðsfossvirkjun, hún skoðuð. Göngutími ca 6-7 tímar.

Áheitaganga Ferðafélags Mýrdælinga

18. júlí nk. Stendur Ferðafélag Mýrdælinga fyrir áheitagöngu til fjáröflunar vegna endurbyggingar Deildarárskóla sem stendur undir Barði í Höfðabrekkuafrétti.

Göngur um Langanesbyggð og nágrenni

Ferðafélagið Norðurslóð var stofnað á Langanesi í vor og stendur nú fyrir ferðum í samstarfi við góða aðila.  

Aðalvík - Hesteyri - Grunnavík - aukaferð í ágúst

Göngur í Langanesbyggð og nágrenni Ferðafélagið Norðurslóð stendur fyrir göngu á Gunnólfsvíkurfjall á Langanesi föstudaginn 16. júlí nk. Safnast verður saman við veginn á fjallið austarlega á Brekknaheiði kl. 16:00. Tveimur tímum seinna eða kl. 18:00 mun fróður maður segja fólki frá því sem fyrir augu ber uppi á fjallinu. Gunnólfsvíkurfjall er einkar tignarlegt þar sem það rís beint úr sjó upp í 719 m hæð og þaðan er ægifagurt útsýni. Í góðu skyggni sést þaðan allt suður til Herðubreiðar og Dyngjufjalla. Á fjallinu er ratsjárstöð. Nánari upplýsingar hjá umsjónarmönnum göngunnar, Ástu Laufeyju Þórarinsdóttur 860-7738 og Hrafngerði Elíasdóttur 893-3608. Sunnudaginn 18. júlí verður gengið með leiðsögn um söguslóðir Höllu og heiðarbýlisins á Melrakkasléttu. Gengið verður að Hrauntanga og komið við í Kvíaborgum. Mæting við sæluhúsið á Öxarfjarðarheiði kl. 9:00. Gangan er hluti af dagskrá sem tileinkuð er ævi og verkum Jóns Trausta. Menningarsamkoman Inn milli fjallanna verður haldin í Svalbarðsskóla í Þistilfirði kl. 14:00, með söng, þjóðdansi og kaffiveitingum. Kristjana Arngrímsdóttir og Kristján Eldjárn frá Tjörn flytja þjóðlög, vísur og þekkt sönglög. Nánar á www.ytra-aland.is Göngurnar eru liður í fjölskylduhátíðinni Kátum dögum í Langanesbyggð og nágrenni. Ýmsir viðburðir og skemmtun verða á svæðinu frá 13. - 18. júlí. www.langanesbyggd.is Í býður nú upp á aukaferð í ágúst í Aðalvík, Hesteyri og Grunnavík, Saga, byggð og búseta II með Guðmundi Hallvarðssyni sem fararstjóra.

Ferðir um Laugaveginn

Á morgun miðvikudag leggur af stað fríður hópur í Laugavegsgöngu með FÍ og er það þriðji hópur sumarsins og nú eru fram undan vikulegar ferðir og má segja að sumarumferðin sé hafin af fullum þunga.  Að sögn skálavarða á Laugaveginum hefur umferð verið að aukast jafnt og þétt en skálar FÍ opnuðu óvenjusnemma í sumar.   Aðstæður á Laugaveginum eru góðar og útlt fyrir að umferð um Laugaveginn nú yfir hásumarið og fram á haust verði með besta móti.  Fjölmargir skálar eru fullbókaðir fram í ágúst.

40 manns í Fjörður og Bjarnafellsskriður

Tæplega 40 manns luku í gær 4 daga gönguferð um Fjörður og í Flateyjardal með Ferðafélaginu og Valgarði Egilssyni sem fararstjóra. Í gær var gengið úr Hvalvatnsfirði, í Bjarnafellsskriður og yfir í Flateyjardal.  Veðrið lék við þátttakendur alla ferðina og Valgarður Egilsson miðlaði af sinni einsöku þekkingu af svæðinu.  Ferðin var farin í samstarfi við Fjörðunga sem veittu alla þjónustu af stakri lipurð.