7 Tindar í Eyjum
16.06.2010
Hressileg fjallganga á 7 tinda að kvöldi föstudagsins 18. júní.
Gangan hefst við tjörnina inni í Herjólfsdal kl. 21.00.
Lagt verður á Dalfjall, þaðan yfi r Eggjar niður Hánna, upp á Klif,
Heimaklett, Eldfell, Helgafell og Sæfell.
Engin skylda er að ganga á öll fjöllin, hver og einn gerir bara það sem hann
treystir sér í . Gott er að hafa með sér nesti í góðum og þægilegum bakpoka.
Áætlaður göngutími fer eftir ásigkomulagi hvers og eins (3-5 klst.)
Þátttökugjald er krónur 2000 og rennur óskipt til Krabbavarnar Vestmannaeyjum.
Hlakka til að sjá sem fl esta
Hafdís Kristjáns - sími 863 4224