Fréttir

7 Tindar í Eyjum

  Hressileg fjallganga á 7 tinda að kvöldi föstudagsins 18. júní. Gangan hefst við tjörnina inni í Herjólfsdal kl. 21.00. Lagt verður á Dalfjall, þaðan yfi r Eggjar niður Hánna, upp á Klif, Heimaklett, Eldfell, Helgafell og Sæfell. Engin skylda er að ganga á öll fjöllin, hver og einn gerir bara það sem hann treystir sér í . Gott er að hafa með sér nesti í góðum og þægilegum bakpoka. Áætlaður göngutími fer eftir ásigkomulagi hvers og eins (3-5 klst.) Þátttökugjald er krónur 2000 og rennur óskipt til Krabbavarnar Vestmannaeyjum. Hlakka til að sjá sem fl esta Hafdís Kristjáns - sími 863 4224

Leggjabrjótur, forn þjóðleið á 17. júní

Gengin forn þjóðleið frá Svartagili í Þingvallasveit, inn eftir Öxarárdal, yfir Leggjabrjót og niður að Stóra-Botni í Botnsdal í Hvalfirði. Nánar í: Gönguleiðir upp úr botni Hvalfjarðar, útg. FÍ 2007 Göngutími 5 -  6 klst. Fararstjóri: Leifur Þorsteinsson. Verð kr. 6.000 / 8.000 Innifalið: Rúta og fararstjórn Skráning og greiðsla fyrir lok miðvikudags 16. júní.

FÍ Cintamani peysur tilbúnar til afgreiðslu

FÍ Cintamani peysur eru nú tilbúnar til afgreiðslu á skrifstofu FÍ.  Þeir sem keyptu peysu í vetur geta nú sótt hana á skrifstofu FÍ Mörkinni 6.

Laus sæti í ferðina: Framhjágangan mikla, I. hluti. Í fótspor Þórbergs Þórðarsonar

Ferðin Framhjágangan mikla, I. hluti. Í fótspor Þórbergs Þórðarsonar er farin dagana 22.-26. júlí. Genginn er fyrsti hluti frægrar göngu Þórbergs Þórðarsonar þegar hann ætlaði að banka uppá hjá elskunni sinni á Bæ í Hrútafirði. Hann stakk af frá borði farþegaskipsins Hólar í Norðurfirði og lagði á heiðarnar suður eftir. Þegar hann kom að Bæ þá brást honum kjarkur og hélt ferð sinni áfram fótgangandi alla leið til Reykjavíkur.

Sumarsólstöðuganga á Snæfellsjökul 18.júní

Brottför frá Mörkinni 6 kl. 17 og ekið vestur að jökli. Stutt stopp og fræðsla að Hellnum um þjóðgarð og jökul. Lagt af stað í gönguna kl. 21 og er gengið úr Eysteinsdal að norðanverðu og þar upp sérlega fallega og fáfarna gönguleið. Þátttakendur baða sig í miðnætursólinni á tindi Snæfellsjökuls um miðnættið. Nokkrir listamenn verða með nokkurs konar gjörninga í leiðangrinum og gefst þátttakendum kostur á leggja sitt af mörkum. Ferðin er farin í samstarfi við Þjóðgarðinn Snæfellsjökul og fylgja landverðir hópnum. Ferðafélag Íslands og Þjóðgarðurinn beita sér fyrir því að umferð vélknúinna ökutækja verði ekki á jökli þennan dag. Verð: 5000 / 7000 í einkabíl - 7000 / 9000 með rútu. Skráning og greiðsla fyrir 1. júní

Esjudagur Ferðafélags Íslands og VISA !

Næstkomandi laugardag, 12.júní verður  árlegur Esjudagur Ferðafélags Íslands og VISA haldinn í Esjuhlíðum. Dagskráin hefst kl 13:00 þegar nýtt og glæsilegt Esjuskilti verður afhjúpað,  þar sem fjölmargar  gönguleiðir vísa veginn upp fjallið. Boðið verður upp á gönguleiðir sem mörgum eru ókunnar. Efnt verður til hópgöngu undir leiðsögn reyndra fararstjóra  meðal annars verður unnt  að velja á milli fjögurra  miserfiðra leiða upp eftir Esjunnarhlíðum, efnt verður til skógargöngu um skógræktarsvæði Mógilsár og farið verður í ratleik. 

FÍ og Landvernd á Ölkelduháls

Nú er komið að annarri ferð Landverndar og Ferðafélagsins um jarðhitasvæði í næsta nágrenni höfuðborgarinnar. Að þessu sinni verður litast um á Hellisheiði og Ölkelduhálsi áður en gengið verður niður í Reykjadal en um hann rennur ein af glæsilegri varmám landsins, Reykjadalsá. Þar gefst göngufólki kostur á að hvíla lúin bein og baða sig í ylvolgri ánni. Þaðan verður gengið áfram niður dalinn og upp Hverakjálka til baka. Jarðskjálftasprungur skoðaðar á Bitru. >>Sjá nánar

Safetravel hleypt af stokkunum í Krýsuvík

Í hádeginu í dag skrifuðu 17 aðilar, er koma að ferðaþjónustu á einn eða annan hátt, undir samstarfssamning í Krýsuvík um öryggismál ferðamanna. Fjöldi ferðamanna sem ferðast um landið hefur verið að aukast með hverju árinu. Tölur frá Ferðamálastofu sýna að 90% íslendinga ferðuðust innanlands síðasta sumar og um 500.000 erlendir ferðamenn heimsóttu landið. Bjartsýnustu spár segja að árið 2018 geti fjöldi erlendra ferðamanna verið kominn í eina milljón. Áætlað er að tekjur af erlendum ferðamönnum hér á landi hafi verið 155 milljarðar árið 2009 sem er um 21% raunaukning frá árinu á undan og er ferðaþjónustan nú orðin ein af stærstu gjaldeyrisskapandi greinum þjóðarinnar með um 18% hlutdeild.

Nokkur sæti laus! Jónsmessa og Jóga á Hornströndum - Hlöðuvík

Það voru að losna nokkur sæti í ferðina S-2 Jónsmessa og Jóga á Hornströndum - Hlöðuvík Sem farin er dagana 23.-28. júní.

Esjudagur FÍ og VISA 12. júní

Laugardaginn 12, júní n.k frá kl 13 - 16  verður hinn árlegi Esjudagur Ferðafélags Íslands og VISA haldinn.  Boðið upp á gönguferðir á Esjuna í fylgd fararstjóra frá FÍ.  Fjallamenn mæta, ratleikur, skógarganga o.fl. Sjáumst á laugardag. Við bendum ykkur á að það gengur strætó frá Háholti Mosfellsbæ leið 57 yfir daginn. Nánari upplýsingar á www.straeto.is Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir. Nánar auglýst síðar.