Árbókarhöfundum næstu árbóka FÍ miðar vel í sínum ritstörfum. Árni Björnsson þjóðháttafræðngur höfundur árbókar um Dalina sem kemur út á næsta ári hefur skilað inn öllum texta til ritnefndar. Páll Sigurðsson l agaprófessor, höfundur árbókar 2012 um Skagafjörð austan vatna og höfundur árbókar 2014 um Skagafjörð vestan vatna hefur lokið frumskrifum til yfirlestrar og Hjörlefi Guttormssyni náttúrufræðingi, höfundi árbókar 2013 um Melrakkasléttu miðar vel áfram. Formaður ritnefndar FÍ er Jón Viðar Sigurðsson en auk hans sitja í nefndinni Guðrún Kvaran, Árni Björnsson og Eiríkur Þormóðsson.