Fréttir

Blysför í Öskjuhlíð 28. desember

Þriðjudaginn 28. desember verður gengið frá Nauthóli um göngustíg í skóginum í Öskjuhlíð. Gangan hefst kl. 18:00.  Mæting við Nauthól.  Jólasveinar mæta í skóginum og taka lagið. Þátttaka ókeypis / allir velkomnir.  Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér kyndla en FÍ og Útivist dreifa blysum á meðan birgðir leyfa. Gert er ráð fyrir að gönguferðin taki ca 1 1/2  - 2 klst.  Ekki verður boðið upp á flugeldasýningu við Perluna að þessu sinni.  

Blysför í Öskjuhlíð þriðjudaginn 28. des

Þriðjudaginn 28. desember verður gengið frá Nauthóli um göngustíg í skóginum í Öskjuhlíð. Gangan hefst kl. 18:00.  Mæting við Nauthól.  Jólasveinar mæta í skóginum og taka lagið. Þátttaka ókeypis / allir velkomnir.  Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér kyndla en FÍ og Útivist dreifa blysum á meðan birgðir leyfa. Gert er ráð fyrir að gönguferðin taki ca 1 1/2  - 2 klst.  Ekki verður boðið upp á flugeldasýningu við Perluna að þessu sinni.  

Gleðileg jól, farsælt komandi ár

Ferðafélag Íslands sendir öllum félagsmönnum sínum, samstarfsaðilum, velunnurum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár og þakkar ánægjulega samfylgd á árinu sem er að líða.

Lokað milli jóla og nýárs

Skrifstofa Ferðafélagsins verður lokuð frá og með 23. desember 2010 til 3. janúar 2011.Síðasti opnunardagur skrifstofu er því 22. desember. Sérstakur vaktsími í skála er 895-3388

FÍ í samstarfi við Reykjalund og HÍ - gönguverkefni fyrir offitusjúklinga

Ferðafélag Íslands hefur undanfarna tvo mánuði, í samstarfi við Reykjalund og Rannsóknarstofu í íþrótta- og heilsufræðum við Háskóla Íslands, boðið upp á gönguferðir fyrir offitusjúklinga sem um leið er hluti af rannsókn á áhrifum reglubundinnar útivistar í endurhæfingu offitusjúklinga á Reykjalundi.  Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ segir að Ferðafélagið hafi undanfarin misseri unnið að því að efla samstarf við góða aðila um gönguferðir sem forvarnarstarf og endurhæfingu og samstarfið nú við Reykjalund og HÍ sé liður í því. Páll segir að loknu þessu rannsóknarverkefni sem nú standi yfir sé markmiðið að bjóða upp á slík verkefni opin öllum, auk þess sem horft sé til fleiri hópa svo sem þá sem eru með hjarta- og æðasjúkdóma, geðraskanir, þunglyndi og fleiri sjúkdóma, þar sem gönguferðir, líkamsrækt og útivera geta hjálpað verulega.

Ljósaganga í Esjunni

Göngugarpar munu sameinast um að búa til Ljósafoss niður Esjuna í dag og hefst ganga þeirra klukkan 14:30. Tilgangurinn með göngunni er að safna fé fyrir Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein eða blóðsjúkdóma og aðstandendur þeirra, en félagið fagnar í ár fimm ára afmæli sínu. Af því tilefni rennur allur ágóði af kaffisölu í Esjustofu til félagsins í dag.

Vetrarsólstöðuganga og jólabakkelsi

Árleg vetrarsólstöðuferð FÍ á Esjuna á síðasta sunnudegi fyrir aðfangadag 19. desember. Lagt af stað kl. 10 á sunnudagsmorgun frá Mörkinni 6. Þáttakendur sameinast í bíla. Gengið er upp frá Esjubergi á Kerhólakamb, yfir á Þverfellshorn og niður að bílastæði hjá Esjusstofu.

Aðventuferð í miðbæ Reykjavíkur

Ferðafélag Íslands býður upp á aðventuferð 1. desember þar sem gengið verður frá Austurvelli, umhverfis Tjörnina, með viðkomu á áhugaverðum stöðum og endað á kaffihúsi. Þátttaka ókeypis, allir velkomnir.

Aðventuferð í Þórsmörk

Ferðafélag barnanna býður upp á aðventuferð í Þórsmörk helgina 26. - 28. nóvember. Helgarferð frá föstudegi til sunnudags þar sem farið verður í gönguferðir og stjörnuskoðun.Aðventustemmning með jólaföndri og kvöldvöku þar sem sagðar verða sögur af jólasveinunum.Lagt af stað frá Mörkinni 6 kl. 18.00 á föstudegi.Verð kr. 10.000 fyrir fullorðinn, kr. 5.000 fyrir barn, fjölskylduverð kr. 20.000. Innifalið: rúta, gisting, föndurefni og fararstjórn. Þátttakendur taka með sér nesti og góðan búnað.  

Aðventuferð í Þórsmörk

26. - 28. nóvember – Aðventuferð í Þórsmörk Helgarferð frá föstudegi til sunnudags þar sem farið verður í gönguferðir og stjörnuskoðun. Aðventustemmning með jólaföndri og kvöldvöku þar sem sagðar verða sögur af jólasveinunum. Lagt af stað frá Mörkinni 6 kl. 18.00 á föstudegi.