Fréttir

Byggingar Guðjóns Samúelssonar

12. febrúar mun Pétur Ármannsson, arkitekt, leiða okkur um byggingarsögu Guðjóns Samúelssonar og hugmyndir hans um „háborg íslenskrar menningar“ sem átti að rísa á Skólavörðuholti. Gönguferðin hefst við innganginn í viðbyggingu Alþingishússins kl. 14:00.

Vaðnámskeið í Merkuránum - 5. - 6. mars

Ferðafélag Íslands býður til vað-námskeiðsferðar um Merkurvötnin með gistingu og grillveislu í Skagfjörðsskála. Kennt verður að leita vaðs í ám og menn æfa sig í að vaða straumvatn. Námskeiðið hentar vel öllum þeim sem á ferð sinni koma vatnsfalli og þurfa að komast yfir - hvort sem þeir eru gangandi, hjólandi eða akandi.  Verklegar æfingar á Þórsmerkurleið helgina 5. - 6. mars. Umsjón: Gísli Ólafur Pétursson  

GPS staðsetningartæki og rötun

Almennt námskeið fyrir byrjendur og þá sem vilja upprifjun í notkun á staðsetningartækjum.Farið er yfir notkun á staðsetningartækjum og þátttakendur æfa sig í að finna punkta og setja inn í tækin og merkja út á korti. Þátttakendur hafa með sér eigin GPS tæki, áttavita og skriffæri. Námskeiðið er tvö kvöld inni og svo ein útiæfing.

Eyrarfjall í Kjós var fjall mánaðarinns í febrúar

Eyrarfjall í Kjós var fjall mánaðarinns í febrúar.   Á Eyrarfjallið æddum svo allveg var það gefið. Tindaskráin telur tvo við tókum þetta í nefið.   Ekki er hægt að segja annað en að ferðin hafi gengið vel þrátt fyrir dimm vestan él sem gengu reglulega yfir. Hópurinn var stór, 110 manns sem fór án nokkurra vandræða alla leið og vorum við ekki nema um 1 og hálfan tíma upp sem er mjög gott í svona stórum hópi. Veðrið bauð ekki upp á mikil útsýnisstopp og aðeins var staldrað við nokkrum sinnum til að þétta hópinn. Fengum okkur nesti í bland við skafrenning á tindinum. Greinilegt er að janúargangan á Blákoll í vonsku veðri gerði það að verkum að allir voru mjög vel búinir. Þó kom í ljós að þeir sem voru með vindlúffur og góðar húfur leið greinilega betur í skafrenningnum.

Esjan að vetri hefst í dag.

Esjan að vetri - undirbúningur fyrir Hvannadalshnúk hefst í dag.  Gengið verður vikulega á Esjuna eftir hinum fjölmörgu gönguleiðum sem eru að finna í Esju.  Fyrsta gangan er á Þverfellshorn og er mæting við Esjustofu 17.55 og lagt af stað kl. 18.  Fararstjóri er hinn síungi og liðugi Þórður Marelsson.  Enn er hægt að skrá sig í verkefnið og skella sér í hörkuform fyrir Hnúkinn.

Vel bókast í ferðir

Vel hefur bókast í ferðir félagsins eftir að Ferðaáætun 2011 kom út.  Nú er þegar orðið fullbókað í nokkrar ferðir og töluvert bókað í margar ferðir.  Í mörgum ferðum miðast hámarksfjöldi við 18 - 20 manns og því mikilvægt að vera tímanlega að bóka í ferð.  Hægt er að bóka í ferðir, bæði með því að hringja á skrifstofu eða með því að senda tölvupóst á fi@fi.is

Ferðaáæltun Ferðafélags barnanna 2011

Ferðafélag barnanna starfar yfir sumartímann.  Þá er boðið upp á ferðir sérstaklega fyrir börn og fjölskyldufólk.  Ferðaáæltunin Ferðafélags barnanna kemur út í lok mars og er kynnt hér á heimasíðunni.  Hér má þó sjá brot af því sem verður í boði í sumar, auk fjölskylduferðar um Laugaveginn,  Frí frá Facebook á Hornstrandir og fjölskylduferðir í Norðurfjörð.  Skráðir félagar í FB fá senda ferðaáætlunina heim auk félagsskirteinis.

Fjölskylduferð um Laugaveginn sumarið 2011

FERÐAFÉLAG BARNANNAFjölskylduferð um Laugaveginn í sumarFerðafélag barnanna býður upp á fjölskylduferð um Laugaveginn 19. - 23. júlí í sumar.  Tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna með frábærum fararstjórum þeim Þórði og Fríðu. Fararstjórar: Þórður Marelsson og Fríður Halldórsdóttir Fjölskylduferð um vinsælustu gönguleið landsins, gist í skálum og farangur fluttur á milli staða. Fararstjórarnir Þórður og Fríður halda uppi stemmningu af sinni alkunnu snilld með ýmsum leikjum, æfingum og sprelli. Tilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna. Verð: 50.000 fyrir fullorðin, kr. 20.000 fyrir börn. Innifalið: Gisting, trúss og fararstjórn. Skráning á skrifstofu FÍ  

Samstarfsyfirlýsing / samkomulag milli Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands

Á þeim tímamótum sem framundan eru, aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011, hafa Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands ákveðið að vinna að ákveðnum verkefnum í sameiningu.  Verkefnið gengur út á það að Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands munu bjóða sameiginlega upp á gönguferðir sem auglýstar verðar undir formerkjum aldarafmælis Háskóla Íslands og Ferðafélagsins.

Göngugleði Fí alla sunnudag

Göngugleði FÍ er verkefni sem hefur staðið yfir í nokkur ár.Þá er boðið upp á ókeypis gönguferð á sunnudögum í nágrenni Reykjavíkur. Þátttakendur mæta í Mörkina 6 kl. 10.30  og koma sér saman hvert skuli haldið.  Ekið er á einkabílum ( sameinast í bíla) að upphafsstað göngu.  Gönguferðin er öllu jafna 2 - 5 klst.  Takið með ykkur nesti og góðan útbúnað.Í þessum ferðum er lögð áhersla á að njóta útiverunnar og náttúrunnar, taka gott ,,kaff" spjalla og spekúlera.  Þátttakendur miðla af sínum viskubrunni, hvort heldur um sögu, náttúru eða hvað annað. Það eru allir velkomnir í göngugleði FÍ og þátttaka ókeypis.