Fréttir

Aðalfundur Ferðafélags Akureyrar

Aðalfundur Ferðafélags Akureryar var haldinn á skrifstofu FFA á Akureyri.   Hilmar Antonsson formaður flutti skýrslu um starfsemi ársins og auk þess fluttu skálaformenn skýrslu af skálum félagsins og formaður ferðanefndar kynnti ferðaáætlun.  Gestir fundarins voru Ólafur Örn Haraldsson og Páll Guðmundsson frá FÍ.

Staðbundið veður

Dr. Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands og prófessor í veðurfræði við Háskóla Íslands, flytur erindi á vegum Hins íslenska náttúrufræðifélags.  Erindið verður flutt mánudaginn 28. mars kl. 17:15 í stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.  Aðgangur er öllum heimill og ókeypis.

Myndakvöld um Grænland og Morsárjökul

Töfrar náttúru Grænlands og berghlaup á Morsárjökli Myndakvöld Ferðafélags Íslands verður haldið í Mörkinni 6 á miðvikudagskveld kl. 20.00 þann 23. mars. Þar fer flest samkvæmt venju með fróðleik, glæsilegum ljósmyndum og kaffiveitingum í hléi.Myndasýningin er í umsjá Jón Viðars Sigurðssonar, jarðfræðings og ritstjóra árbókar Ferðafélagsins. Jón Viðar hefur ferðast vítt og breytt um byggðir og óbyggðir Grænlands s.l. 30 ár við leik og störf. Hann þekkir því vel til landsins og hefur heimsótt staði sem fáum er kunnugt um. Jón hefur í tvígang stýrt gönguferðum á Grænlandi á vegum FÍ.  

Vaðnámskeið í Merkuránum aðra helgi í apríl

Ákveðið hefur verið að fara aðra vaðaferð í Merkurvötnin aðra helgina í apríl - 9.-10. apríl.  Þeir sem vilja ná betri tökum á að vaða straumvötn eru hvattir til að slást í þá för. 

Árbærinn á morgun kl. 14

19. mars mun Eggert Þór Bernharðsson, prófessor við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, leiða gönguferð um Árbæinn og fjalla um vöxt Reykjavíkur og fyrsta úthverfið austan Elliðaár. Gönguferðin hefst við Árbæjarsafn við Kistuhyl kl. 14:00.

Snæfellsnes 9. apríl

Útivera með léttum gönguferðum og sögulegum fróðleik þar sem kynnst er mannlífi á fyrri tíð, fornum leiðum og minjum ásamt tilkomumikilli náttúru Undir Jökli. Fyrri daginn er áætlað að fara að Búðum og ganga að Frambúðum. Farið verður um Stapasvæðið og gengið yfir að Hellnum og kíkt í Gestastofu Snæfellsjökulsþjóðgarðs. 

Aðalfundur FÍ

Aðalfundur Ferðafélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 17. mars kl. 20 í sal félagsins. Hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórnin.

Árbókarhöfundur með fyrirlestur

Laugardaginn 19. mars nk. verður fræðslufundur Nafnfræðifélagsins ístofu 131 í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, og hefst hann kl.13.15.Árni Björnsson dr. phil. heldur erindi sem hann nefnir Dularfull örnefni í Dölum.

Esjan að vetri frestað í kvöld 15. mars

Þátttakendur í Esjan að Vetri.  Göngunni í kvöld 15. mars verður frestað vegna veðurs. Ný dagseting auglýst síðar. 

Þórmörk - Landmannalaugar - frásögn frá 1953

Axel Kristjánsson félagsmaður í FÍ hefur sent félaginu frásögn af ferð síðan 1953 þegar gengið var úr Þórsmörk í Landmannalaugar.