Tæplega 160 á Mosfelli
16.01.2011
Mikill áhugi er á verkefni FÍ eitt fjall á viku en tæplega 160 göngugarpar gengu á Mosfell í morgun undir leiðsögn verkefnisstjórnans Páls Ásgeirs auk fleirii fararstjóra FÍ. Ferðafélagið býður einnig upp á gönguverkefnið eitt fjall á mánuði og hafa þegar um 100 manns skráð sig í vekefnið og þá er boðið upp á framhaldsverkefni fyrir þátttakendur í 52 fjöllum 2010 og þar hafa um 50 þátttakendur skráð sig. Fjallabakterían er greinilega bráðsmitandi og besta meðferðin við henni er án efa góð fjallganga, reglulega.