Fréttir

Öryggi á jöklum

Að undanförnu hefur verið unnið að kortlagningu á sprungusvæðum á jöklum.  Þessi vinna var sett í gang í því skyni að auka öryggi í ferðalögum um jökla en Ferðafélag Íslands styrkti verkefnið með myndarlegum hætti.

Saga, menning og matur

12. mars munu Laufey Steingrímsdóttir, prófessor, Sólveig Ólafsdóttir, sagnfræðingur, og Guðrún Hallgrímsdóttir, matvælaverkfræðingur, leiða gönguferð þar sem saga, menning og matur verða meginefnið.Gangan hefst á horni Aðalstrætis og Túngötu kl. 11:00 og henni lýkur við Sjóminjasafnið við Grandagarð. Gengið verður um gamla grænmetisgarða, stakkstæði, veitingastaði og verslanir liðins tíma. Samvinna er um gönguferðina við félagið Matur, saga, menning.

Fjall mánaðarins - Eyrarfjall

Eyrarfjall í Kjós var fjall mánaðarinns í febrúar.Á Eyrarfjallið æddum svoallveg var það gefið.Tindaskráin telur tvovið tókum þetta í nefið.

Afmælisrit Jónínu Hafsteinsdóttur

Jónína Hafsteinsdóttir, starfsmaður á nafnfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og áður á Örnefnastofnun Íslands, verður sjötug 29. mars næstkomandi. Árnastofnun hyggst halda upp á tímamótin og þakka Jónínu farsælt starf um langt skeið með því að gefa út afmælisrit til heiðurs henni. Í ritið skrifa samstarfsmenn og félagar Jónínu, fólk sem hefur komið að örnefnamálum víða um land og fólk sem átt hefur í samskiptum við hana gegnum störf hennar.

Áramótaferð í Þórsmörk 1976 - 77

Hilmar Þór Sigurðsson sem dvaldi í Skagfjörðsskála um áramótin 1976-77 sendi okkur þessar myndir

Helgarferð með Hornstrandaförum FÍ

Helgarferðin 4. – 6. mars, sem kynnt var á Ársfundinum í janúar sl. vakti mikinn áhuga og er næstum uppselt í ferðina, en nokkur pláss eru enn laus og eru allir velkomnir.

Fyrsti styrkur í göngubrú

Vinir Þórsmerkur hafa áhuga á að byggja göngubrú yfir Markarfljót, úr Fljótshlíð að Húsadal. Fyrsti styrkurinn sem fæst til verksins er úr sjóði Ferðamálastofu en hann hrekkur þó skammt. Göngubrú yfir Markarfljót myndi opna Þórsmörk enn betur en nú er. Öryggi ferðafólks myndi aukast. Það myndi komst heim þótt ár verði ófærar.

Aðalfundur Ferðafélags Norðurslóðar

Aðalfundur Ferðafélagsins Norðurslóðar verður haldinn í Gljúfrastofu miðvikudaginn 23. febrúar og hefst hann kl. 20:00.Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, svo sem skýrsla stjórnar og reikningar, kosningar og önnur mál. Þá verður ferðaáætlun Norðurslóðar 2011 kynnt.Gestir fundarins verða þeir Ólafur Örn Haraldsson forseti Ferðafélags Íslands og Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ.

Harðsnúinn framhaldshópur

Eins og komið hefur fram er gríðarleg þátttaka í 52 fjöll á ári á vegum FÍ á þessu ári. En samskonar verkefni var starfrækt í fyrra með síst minni þátttöku. Á dögunum hófst sérstakt verkefni fyrir þátttakendur úr 52 fjalla verkefninu á síðasta ári sem höfðu áhuga á erfiðari verkefnum. Þessi hópur sem telur ríflega 40 harðsnúna fjallagarpa hefur farið í nokkrar hressandi fjallgöngur saman en stefnir á jöklagöngur og há fjöll á vormánuðum.Laugardaginn 19 febrúar gekk hópurinn á Blákoll/Ölver við Hafnarfjall. Hér og hér má sjá nokkrar myndir úr leiðangrinum

Páskaferð á Snæfellsnes

Páskaferð með Ferðafélaginu á Snæfellsnes.  Þátttakendur koma á eigin vegum að Lýsuhóli þar sem gist er í ferðinni.  Allur kostnaður við ferðina, gisting, sameiginlegur matur, rútuleggir á svæðinu er gerður upp á staðnum og deilt niður á þátttakendur.  Undirbúningsfundur með fararstjóra í vikunni fyrir páska.