Fjaran - gósenland - með fróðleik í fararteskinu
11.05.2011
14. maí mun Guðrún Hallgrímsdóttir verkfræðingur og fulltrúi í háskólaráði Háskóla Íslands leiða göngu um fjörur á Álftanesi. Hugað verður að fjörunytjum og rifjuð upp þýðing þangs, fjörudýra og fjörugróðurs í fæðunni. Jafnframt verður litið eftir komu farfugla og margæsin sérstaklega boðin velkomin. Upphafspunktur ferðarinnar er við Bessastaðakirkju kl. 11:00, síðan verður farið á aðrar fjörur og ekið á milli.