Fréttir

Safetravel og Slysavarnafélagið Landsbjörg

Safetravel og Slysavarnafélagið Landsbjörg býður upp á ókeypis fyrirlestra um gönguferðir. Fjallað verður um undirbúning, útbúnað og framkvæmd en áætlað er að fyrirlesturinn taki um eina og hálfa klukkustund. Annar fyrirlesturinn verður miðvikudaginn 5. Júní kl. 20:00 í húsnæði Hjálparsveitar skáta, Malarhöfða 6, Reykjavík. Hinn fyrirlesturinn verður í fimmtudaginn 6. Júní kl. 20:00 í húsnæði Súlna,Hjalteyrargötu 12, Akureyri. Fyrirlestrarnir henta öllum og fólk er hvatt til að mæta og nýta sér þetta tækifæri. Í framhaldi af þessu mun Björgunarskóli Landsbjargar bjóða stutt námskeið fyrir göngumenn. Námskeiðin eru sem hér segir; Útbúnaður í gönguferðum 11.júní , Áttaviti og kortalestur  13. Júní og Göngu GPS 18. Júní. Öll námskeiðin hefjast kl. 19:00 og fara fram í björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Skráning fer fram hér http://skoli.landsbjorg.is/Open/Seminars.aspx eða í síma 570-5900.

Mörg handtök í vinnuferðum í skálum Ferðafélagsins

Vinnuskýrsla frá Andra Johnsen skálaverði FÍ í Langadal á Þórsmörk frá því í sumar en það eru mörg handtök við fjölmörg verkefni hjá skálavörðum á hverju sumri.

Miðfellstindur 8. - 9. júní - Nokkur laus pláss

Ferðafélag Íslands er með á dagskrá ferð á Miðfellstind 8.-9. júní. 2 dagar - NOKKUR LAUS PLÁSS Fararstjóri: Guðmundur Jónsson. Hámarksfjöldi: 15. Brottför: Kl. 22 frá Skaftafelli. Gengið á föstudagskvöldi inn í Kjós og tjaldað þar áður en haldið er upp á Miðfellstind, 1420 m, næsta dag. Tjöldin tekin saman á bakaleiðinni og gengið til baka í Skaftafell. Ganga á Miðfellstind er ögrandi verkefni fyrir brattgengustu fjallgöngumenn. Tindurinn rís fyrir botni Morsárdals, sunnan í Vatnajökli, nærri Þumli. Jöklabúnaður nauðsynlegur. Ganga verður frá skráningu og greiðslu á ferð þremur vikum fyrir brottför. Verð: 23.000/26.000.

Bakskóli FÍ 3. og 6. júní

Bakskóli FÍ mánudaginn 3. júní og fimmtudaginn 5. júní það er brottför frá Morgunblaðshöllinni kl 18.00. Leiðbeinandi er Steinunn Leifsdóttir Sími: 865-4364

Ferðafélag Íslands birtir áhættumat á vinsælum gönguleiðum í samstarfi við VÍS

Áhættumat sem Ferðafélag Íslands  í samstarfi við VÍS hefur unnið að í vetur fyrir ferðir félagsins og aðrar vinsælar leiðir var gert ferðaþjónustuaðilum og einstaklingum aðgengilegt í dag á heimasíðu félagsins, þeim að endurgjaldslausu. Er m.a. hægt að skoða áhættumat fyrir Laugaveginn, Fimmvörðuháls og fjölmargar gönguleiðir á Esjunni.

Þingvallaþjóðgarður frá vatni og um fáfarnar slóðir

Gengið er frá Vellankötlu um skógræktarreit og fjárhelli. Genginn verður hluti af gamalli þjóðleið, farið um gömul bæjarstæði og yfir gróin hraun. Um 4 klst. Ferðin er hluti af samstarfsverkefni HÍ og FÍ.

Fuglaskoðunarferð Ferðafélagsins Norðurslóðar

Fuglaskoðunarferð við Víkingavatn Ferðafélagið Norðurslóð efnir til fuglaskoðunarferðar við Víkingavatn í Kelduhverfi föstudagskvöldið 24. maí nk. Gengið verður með vatninu að vestan og hugað að fuglalífi undir góðri leiðsögn Aðalsteins Arnar Snæþórssonar líffræðings. Víkingavatn er eitt fuglaauðugasta vatn landsins og flestar tegundir vatnafugla verpa við það. Má þar nefna flórgoðann, en Víkingavatn er eitt helsta vígi hans hér á landi. Búast má við að um 35 tegundir sjáist í ferðinnni. Mæting er við bæinn Víkingavatn I kl. 20:00. Þátttakendur eru beðnir um að hafa með sér sjónauka. Þetta er auðveld ganga á sléttlendi og ætti að henta flestum. Húsvíkingar eru sérstaklega hvattir til að mæta þar sem ekki er langt að fara. Rétt er að benda fólki á að koma á góðum skófatnaði því vorið hefur verið heldur seint á ferðinni, ísinn nýfarinn af vatninu og gæti verið bleyta á leiðinni.

Söguslóðir Háskóla Íslands - laugardagur 25. maí

25. maí, laugardagur, Fararstjóri: Guðmundur Hálfdanarson., Brottför: Kl. 11 frá Alþingishúsinu við Austurvöll. Guðmundur, sem er prófessor við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, leiðir gönguferð um söguslóðir Háskóla Íslands fyrstu 50 árin. Farið verður á staði þar sem Háskóli Íslands starfaði og ráðgert var á fyrstu árum hans að ný háskólabygging myndi rísa. Ferðin er hluti af samstarfsverkefni HÍ og FÍ. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.  

Fjall mánaðarins í maí er Þríhyrningur 6 - 8 km.

Fimmta ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2013 á vegum Ferðafélags Íslands verður farin laugardaginn 25. maí.

Sumarleyfisferðir á árbókarsvæðinu 2013 með Ferðafélaginu Norðurslóð

Árbók Ferðafélags Íslands fjallar um Norð Austurland, Vopnafjörð, Strönd, Langanes, Þistilfjörð, Sléttu, Núpasveit, Öxarfjörð og Hólsfjöll.  Ferðafélagið Norðurslóð býður upp á tvær áhugaverðar ferðir á árbókarsvæðinu sem vert er að kynna sér