Fjall mánaðarins: Fótfrár og Þrautseigur. - 20. febrúar verður gengið á Grímannsfell í Mosfellsdal sem er 482 m. sem er staðsett austast í Mosfellsdal.
Fjallað verður um Skaftárhlaup í gegnum tíðina og afleiðingar þeirra á næsta mynda- og fræðslukvöldi Ferðafélags Íslands sem haldið verður miðvikudagskvöldið 17. febrúar kl. 20 í sal FÍ, Mörkinni 6.
Næstu þrjá mánuði mun FÍ kynna nokkrar af þeim ferðum sem boðið verður upp á næsta sumar á sérstökum kynningarkvöldum þar sem fararstjórar segja frá ferðunum og sýna myndir.
Mikil vakning er í skíðaiðkun landsmanna. Á undanförnum árum hafa fjölmargir uppgötvað frelsi fjallaskíðanna þar sem gengið er upp fjöll með skinn undir skíðum og skíðað niður í ósnortnum snjó.
Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2016 er komin út, stútfull af ferðum af öllu tagi og fátt annað að gera en að draga fram gönguskóna, reima þá á sig vel og vandlega og halda út í yndislega íslenska náttúru og góða, fjölbreytta íslenska veðrið.
Talsverður snjór er á hálendi Íslands þessi misserin eins og hefðbundið er á þessum árstíma. Djúpur snjór liggur til dæmis yfir ölllu Fjallabaki eins og meðfylgjandi mynd sýnir en myndin er tekin í Hvanngili um síðustu helgi.
Fyrir austan Reykjahverfið í Mosfellsbæ rís Reykjaborg, lítið fell og stakur klettahöfði, alláberandi séður frá bænum. Þangað er förinni heitið í fyrstu göngu gönguverkefnisins „Fótfrár“ hjá Ferðafélagi Íslands.
Myndakvöld Ferðafélags Íslands, miðvikudagskvöld kl. 20 í sal FÍ Mörkinni 6.
Kynning á völdum ferðum í Ferðaáætlun 2016. Þátttaka ókeypis - allir velkomnir