Fréttir

Tveir vinningshafar frá FÍ Landvættum

Fimmtán FÍ Landvættir kláruðu Bláalónskeppnina um helgina og hafa þar með lokið tveimur af þeim fjórum þrautum sem þarf að klára til að öðlast sæmdarheitið Landvættur. Tvær úr hópnum gerðu sér lítið fyrir og hirtu fyrsta sætið, hvor í sínum aldursflokki.

Fjöllin í Grýtubakkahreppi

Ný bók með 13 gönguleiðum á Gjögraskaga á milli Eyjafjarðar og Skjálfanda er komin út. Bókin heitir Fjöllin í Grýtubakkahreppi og er eftir Hermann Gunnar Jónsson, fjallgöngugarpa. Bókin er tvískipt. Annars vegar eru ferðasögur höfundar á alla fjallatinda í Grýtubakkahreppi, nokkurs konar dagbókarbrot. Hins vegar er um að ræða 13 gönguleiðalýsingar á valin fjöll á svæðinu, tvær leiðir yfir á Flateyjardal um Skriðurnar og Sandskarð, auk þess sem lýst er hringnum frá Grenivík um Trölladal, Fjörður og Látraströnd.

Sumardagskrá Ferðafélags unga fólksins


Vorganga Hornstrandafara


Verndarfélag Svartár og Suðurár


Armbönd fyrir Landmannalaugagesti

Sú nýbreytni hefur verið tekin upp í Landmannalaugum að þeir sem greiða aðstöðugjald fá sérstök armbönd til að bera á meðan þeir dvelja á svæðinu. Í öllum skálum Ferðafélags Íslands er sérstaklega rukkað fyrir aðstöðu við skálana, 500 kr. fyrir daginn. Það eru aðallega svokallaðir dagsgestir sem nýta sér þetta en það eru þeir sem ekki gista í skálunum sjálfum eða á tjaldsvæðunum. Dagsgestir koma í heimsókn yfir daginn og nota þá aðstöðu sem byggð hefur verið upp í kringum skálana eins og til dæmis klósett, nestishús, grill eða þvíumlíkt.

Fjölskyldugöngur á sunnudögum í júní


Fjallaskálar vakna til lífsins


Af skagfirskum mórum og Sólon Íslandus


Göngur um Mosfellsbæ