Tveir vinningshafar frá FÍ Landvættum
13.06.2016
Fimmtán FÍ Landvættir kláruðu Bláalónskeppnina um helgina og hafa þar með lokið tveimur af þeim fjórum þrautum sem þarf að klára til að öðlast sæmdarheitið Landvættur. Tvær úr hópnum gerðu sér lítið fyrir og hirtu fyrsta sætið, hvor í sínum aldursflokki.