Fréttir

Öxarfjörður út og suður

Vegna forfalla eru nokkur pláss laus í ferð Ferðafélagsins Norðurslóðar: Öxarfjörður út og suður sem farin verður dagana 11.-15. júlí.

Sæluhúsið Valgeirsstaðir

Hús Ferðafélags Íslands í Norðurfirði nefnist Valgeirsstaðir og er gamalt íbúðarhús í góðu ástandi. Húsið stendur við botn Norðurfjarðar, rétt ofan við fallega sandfjöru. Reynir Traustason, sem er best þekktur sem blaðamaður, er skálavörður á Valgeirsstöðum.

Verðmætara ósnortið en virkjað

,Það verður að varðveita víðernin á hálendinu og stofna þar þjóðgarð. Og þetta verður að gerast strax en ekki eftir 5 eða 10 ár." segir Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir og stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands. Tómasi var boðið að flytja fyrirlestur á svokallaðri TEDx ráðstefnu sem haldin var í Reykjavík í lok maí. TED fyrirlestrarnir eru fyrir löngu búnir að hasla sér völl sem þekkingamótandi viðburðir undir slagorðinu: Ideas Worth Spreading. Leitað er til framúrskarandi einstaklinga til að flytja stutta en áhugaverða fyrirlestra um sín hjartans mál.

Gönguferðir fyrir þá sem eiga erfitt um gang

Ferðafélag Íslands er ekki einungis fyrir fullfríska klettaklifrara heldur er félagið líka með gönguferðir fyrir þá sem eiga erfitt um gang af einhverjum orsökum, hvort sem það er vegna líkamlegra annmarka eins og offitu eða bakverkja eða andlegra annmarka eins og þunglyndis. Félagið er nú að auka samstarf sitt við heilbrigðisyfirvöld enda hafa rannsóknir margsýnt að gönguferðir eru mjög hollar bæði fyrir líkama og sál og sumir segja þær allra meina bót.

Lokað vegna landsleiks!


Búið að opna Laugaveginn

Vegurinn upp í Landmannalaugar var opnaður í gær og búið er að opna alla skála á Laugaveginum. Vegagerðin hefur nú rutt í gegnum síðustu snjóhöftin á veginum frá Sigöldu og upp í Landmannalaugar og þar er nú fært fyrir fjórhjóladrifna bíla. Vegurinn um Dómadal, þ.e. frá Heklu og í Landmannalaugar er hins vegar ennþá lokaður fyrir umferð.

Árbók FÍ dreift um allt land

Árbók FÍ 2016 Skagafjörður austan Vatna hefur verið vel tekið og búið er að senda þúsundir eintaka til félagsmanna um land allt. Allir félagsmenn fá bókina senda heim til sín um leið og þeir greiða árgjöld FÍ.

20% afsláttur af SagaPro

Félagar í Ferðafélagi Íslands fá 20% afslátt af SagaPro í allt sumar eða til 1. september. SagaPro dregur úr tíðni þvagláta hjá þeim sem eru með litla eða minnkaða blöðrurýmd og nýtur vaxandi vinsælda hjá ákveðnum lífstílshópum, þar á meðal gönguhópa, þegar fólk vill lágmarka þörfina fyrir að kasta af sér meðan á fjallgöngum stendur.

Sumarsólstöðuferð á Ok


Botnsúluferð frestað til 24. júní