Farðu alla leið í kvöld á kynningarfundinn um fjallaverkefnið Alla leið þar sem fjallarefurinn og reynsluboltinn Hjalti Björnsson leiðir för á hæstu tinda og krefjandi fjöll. Frábært verkefni fyrir þá sem vilja standa á hæstu tindum Öræfajökuls í vor eftir stigvaxandi fjallgöngur og góðan undirbúning. Fundurinn er í sal FÍ Mörkinni 6 kl. 20.
Ferðafélag Íslands heldur úti nokkrum fjallaverkefnum sem öll eiga það sammerkt að vera lokuð verkefni sem ganga út á reglulegar fjallgöngur, heilsubót og góðan félagsskap. Verkefnin byrja flest í upphafi árs þegar þátttakendur fá í hendurnar fyrirfram ákveðna fjalladagskrá fyrir viðkomandi verkefni.
Áætlun Ferðafélags Íslands fyrir næsta ár, árið 2016, er komin á heimasíðuna. Sjá allar ferðir hér. Athugið að byrjað verður að bóka í ferðir næsta árs, mánudaginn 11. janúar.
Gengið á eitt fjall á viku + Úlfarsfell. Jólagjöfin í ár, bæði handa þér eða maka eða góðum félaga. Ferðafélag Íslands stendur fyrir nýju verkefni sem fer af stað í upphafi árs 2016. Verkefnið hefur hlotið nafnið Fyrsta skrefið þar sem gengið er á fjöll einu sinni í viku.
Gefðu þeim sem þú elskar hlutdeild í náttúru Íslands þessi jól! Gjafakort í ferðir Ferðafélags Íslands, félagsskírteini sem opnar frábæra fjallamöguleika eða útivistarbækur. Allt þetta og meira til á skrifstofu FÍ, Mörkinni 6 eða í síma: 568 2533.
Þrjár stórgóðar ferðabækur Ferðafélags Íslands eru nú á sérstöku jólatilboði. Jafnframt er hægt að kaupa árbækur FÍ á tilboðsverði til jóla. Þessar bækur og fleiri til fást á skrifstofu Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6.
Ferðafélag Íslands heldur úti nokkrum fjallaverkefnum sem öll eiga það sammerkt að vera lokuð verkefni sem ganga út á reglulegar fjallgöngur, heilsubót og góðan félagsskap. Verkefnin byrja flest í upphafi árs þegar þátttakendur fá í hendurnar fyrirfram ákveðna fjalladagskrá fyrir viðkomandi verkefni.
Hvernig á að ljósmynda norðurljósin? Lærðu allt um það á námskeiði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Á námskeiðinu læra þátttakendur að stilla myndavélarnar til að ljósmynda norðurljós að næturlagi, stilla fókus, ISO, lokunarhraða, ljósop og hvernig á að velja fylgihluti.
Ferðafélag Íslands hefur stofnað æfingahópinn FÍ Landvætti og fyrst um sinn eru æfingarnar opnar öllum til að koma og prufa en hópurinn æfir saman einu sinni í viku.