Fréttir

Kransæðabók á tilboði

Ert þú í áhættuhópi fyrir kransæðasjúkdóm? Félögum í Ferðafélagi Íslands býðst að kaupa Kransæðabókina sérstöku tilboðsverði, kr. 4.900.

Heilsubót á fimmtudögum

Tómas Guðbjartsson, hjartalæknir, verður sérstakur gestur hinnar vikulegu heilsubótargöngu FÍ á Úlfarsfell á morgun, fimmtudag kl. 17:45. Göngurnar eru opnar og ókeypis.

Everest Base Camp

Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari býður áhugasömum að koma með sér í ævintýralega göngu upp í grunnbúðir Everest í mars á næsta ári. Kynningafundur verður haldinn á fimmtudaginn.

Jólatilboð FÍ

FÍ býður upp á frábæra jólapakka með völdum ferðabókum. Allt sem útivistargarpurinn og sófaferðalangurinn gætu óskað sér.

Fólk á fjöllum

Fólk á fjöllum er ný bók eftir blaðamanninn og fararstjórann Reyni Traustason. Í bókinni er sagt frá ferðaævintýrum sex íslenskra útivistargarpa sem allir eiga það sameiginlegt að vera félagar í Ferðafélagi Íslands.

Hjálpaðu okkur að verða betri

Ferðafélag Íslands vinnur nú að því að endurbæta heimasíðu sína og biðlar til félagsmanna og annarra að svara örstuttri viðhorfskönnun.

Fótspor FÍ á fjöllum

Unnið er að því að setja upp skilti við skála og brýr á hálendinu þar sem greint er frá uppbyggingarstarfi FÍ.

Vetrarferð í Landmannalaugar

Ferðafélag barnanna fór í sína árlegu vetrarferð um síðustu helgi þar sem tekið var forskot á jólasæluna og rykinu dustað af jólalögunum og föndurdótinu.

Uppbygging í óbyggðum

Uppbygging FÍ í óbyggðum er yfirskriftin á fræðslu- og myndakvöldi Ferðafélagsins sem haldið verður fimmtudagskvöldið 17. nóvember kl. 20 í sal FÍ, Mörkinni 6.

Lokað á þriðjudag

Lokað verður á skrifstofu Ferðafélags Íslands þriðjudaginn 8. nóvember vegna starfsdags starfsfólks FÍ. Opnum aftur kát og hress kl. 9 á miðvikudagsmorgun.