Gengið um Langanes
05.05.2017
Í júlí verður hægt að komast í skemmtilega ferð undir leiðsögn heimamanna um eyðibyggðir Langaness. Gengið er um friðsæla byggð sem var og eyðiþorp með mikla sögu, um lífleg fuglabjörg og út á ysta odda Langaness.