Ferðafélag Íslands fagnar um þessar mundir 90 ára afmæli og hefur starfsemi ársins borið þess merki, með fjölbreyttri göngudagskrá, viðburðum og útgáfu.
Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélags Íslands, hefur leitt félagið á miklum breytingatímum. Hann segir sterkar rætur og frjóa sprota vera lykilinn að farsæld félagsins.
Ólafur Örn Haraldsson, forseti Ferðafélagsins, fjallar um nafngiftir í Friðlandinu að Fjallabaki á fundi hjá Nafnfræðifélaginu næstkomandi laugardag 11. nóvember.
FÍ hefur ákveðið að ráða sérstaka göngustjóra til vinnu á Laugaveginum næsta sumar. Hlutverk þeirra verður að ganga á milli skála, aðstoða göngufólk, leiðbeina og fræða.