Ferðafélag Íslands leitar að skálavörðum til starfa í Landmannalaugum í sumar. Leitað er eftir starfsfólki úr röðum félagsmanna á aldrinum 30 ára og eldri sem getur starfað í að minnsta kosti í þrjár vikur yfir sumartímann.
Fremur snjólítið er að Fjallabaki þessa dagana og vetrarferðalangar eru hvattir til að fara þar varlega. Stefán Jökull Jakobsson, umsjónarmaður skála Ferðafélagsins, tók meðfylgjandi myndir á ferð sinni um Fjallabak í síðustu viku þar sem hann hugaði að fjallaskálunum og kannaði snjóalög.
Heimsfrægir fjallgöngugarpar verða gestir á sérstöku Háfjallakvöldi Ferðafélags Íslands sem haldið verður í Hörpu, sunnudagskvöldið 12. mars. Tilefnið er 90 ára afmæli FÍ á árinu.
Ferðafélag Íslands hefur í samvinnu við VÍS unnið að áhættumati fyrir fjölmargar gönguleiðir á Íslandi og er þeirri vinnu haldið áfram. Vinnan felst í því að kortleggja þær hættur sem við er að etja, sem geta auðvitað verið fjölmargar, sérstaklega þegar ferðast er að vetrarlagi.
Glæný og afar forvitnileg sögu- og fræðsluferð verður í apríl um Norðurland þar sem farið verður um heimaslóðir Agnesar Magnúsdóttur og örlagasaga hennar sögð. Þetta er sannkölluð menningarferð þar sem hinn þaulreyndi fararstjóri og leikstjóri, Sigrún Valbergsdóttir, leiðir för og varpar ljósi á örlagasögu Agnesar og Natans Ketilssonar.
Ferðafélag Íslands hitar upp fyrir göngusumarið með veglegri og skemmtilegri ferðakynningu fyrir alla fjölskylduna á Toyotasýningu sem haldin verður í Kauptúni á laugardaginn á milli kl. 12 og 16.