Skemmtilegt haustverkefni er á dagskrá Ferðafélags Íslands þegar gengið verður á alls þrjár Tröllakirkjur sem allar eru staðsettar á Vesturlandi. Fyrsta ferðin er núna á laugardaginn 13. ágúst.
Veglegt albúm með myndum, söngtextum og heimildaefni um störf Sigurðar Þórarinssonar, vísindamanns er til sölu hjá Ferðafélagi Íslands. Albúmið kostar aðeins 4 þúsund kr. eða 3 þúsund fyrir félagsmenn FÍ.
Ferðaúrval Ferðafélags Íslands er í stöðugri þróun og helst í hendur við breytingar á áhugasviði landans og eftirspurn félagsmanna. Enginn þekkir þessar sveiflur betur en Sigrún Valbergsdóttir sem hefur stýrt starfi ferðanefndar FÍ í tólf ár.
,,Þetta er bara gaman og það er ekki nauðsynlegt að þekkja neinn eða kunna neitt sérstakt enda eru margir í hópnum að taka sín fyrstu skref á fjöllum," segir Vilborg Arna Gissurardóttir sem ásamt Tómasz Þór Verusyni heldur utan um dagskrá Ferðafélags unga fólksins og leiðir allar göngur félagsins.
Út er komin ný gönguleiðabók, bókin 101 Austurland eftir Skúla Júlíusson. Bókin inniheldur lýsingar á gönguleiðum á 101 tind á Austurlandi ásamt kortum, upplýsingum um hækkun, göngutíma og uppgöngutíma, gps-hnit og allt annað sem göngumenn þurfa að vita áður en lagt er á tindinn.
,,Hugmyndin er sú að foreldrar og börn gangi saman og upplifi náttúruna í sameiningu. Þetta eru gæðastundir því fólk hefur tíma til þess að spjalla og kynnast hvort öðru á annan hátt en við eldhúsborðið heima," segir Brynhildur Ólafsdóttir sem hefur ásamt eiginmanni sínum Róberti Marshall leitt starfsemi Ferðafélags barnanna undanfarin ár.
Gönguleiðir á Íslandi liggja víða yfir mýrlendi þar sem oft myndast djúpar og ljótar slóðir og fólk þarf að vaða drullu langt upp á ökla. Nú hefur Ferðafélag Akureyrar, FFA, hins vegar fundið nýja aðferð til að leggja göngubrýr yfir mýrar og votlendi.
Tveir fjallgönguhópar Ferðafélags Íslands, sem luku gönguverkefnum sínum nú í vor, fara af stað aftur í haust. Þetta eru hóparnir Alla leið og Fyrsta skrefið. Kynningarfundur verður haldinn eftir Verslunarmannahelgi þar sem verkefnin og dagskrá þeirra veður kynnt.