Ferðafélag Akureyrar stofnað 1936
20.07.2017
Ferðafélag Akureyrar (FFA) var stofnað þann 8. apríl 1936. Var það fyrsta deildin í Ferðafélagi Íslands (FÍ) utan Reykjavíkur. FFA beitti sér frá upphafi einkum fyrir ferðum um Norðurland en auk þess hefur oft verið farið á vegum félagsins í aðra landshluta og stöku sinnum erlendis.