Nokkrir spennandi örfyrirlestrar fyrir ferðafélaga og útivistarfólk verða á Fræðslukvöldi Ferðafélagsins sem haldið verður fimmtudaginn 12. apríl í sal FÍ, Mörkinni 6.
Fyrsta þrautin í Landvættaáskoruninni er Fossavatnskeppnin í lok mánaðarins. Landvættahópur FÍ verður í æfingabúðum á gönguskíðum um helgina. Æft er stíft þessa dagana í öllum fjórum greinum.
Leiðarlýsing á hinni sívinsælu gönguleið um Laugaveginn hefur nú verið gefin út í Wapp-Walking appinu. Leiðin er í boði Ferðafélagsins og kostar notendur ekki neitt.
Félagar í Ferðafélaginu geta sótt um aðgang að skálum félagsins að vetrarlagi. Enginn skálavörður er í þeim, nema í Landmannalaugum. Stefán Jökull Jakobsson er umsjónarmaður þeirra. Best er að allir reyni að skilja við skálana í betra ásigkomulagi en þeir voru í áður.