Það finna allir eitthvað fyrir sig í ferðaáætlun FÍ
12.07.2018
Gestur okkar að þessu sinni í Áttavitanum, hlaðvarpi Ferðafélags Íslands, er Sigrún Valbergsdóttir sem er einn af þeim fjölmörgu öflugu og hæfileikaríku félagsmönnum sem mynda Ferðafélag Íslands. Sigrún er er fararstjóri, kennari í leiðsöguskólanum, leikstjóri og ekki síst varaforseti Ferðafélags Íslands og formaður ferðanefndar ferðafélagsins.