Skálaverðir gera sig klára fyrir sumarið
28.05.2018
Á föstudaginn var haldinn fyrri hluti námskeiðs fyrir verðandi skálaverði hjá Ferðafélagi Íslands. Á námskeiðinu var m.a. fjallað um starfsemi Ferðafélagsins, öryggismál á fjöllum, ræstingar og þrif og í lok dagsins var fjallað um eldvarnir og notkun slökkvitækja. Alls tóku 25 verðandi skálaverðir þátt í námskeiðinu.