Skáli FÍ í Hvítárnesi við Hvítárvatn á Kili er einn fallegasti skáli félagsins en jafnframt sá elsti, byggður árið 1930. Húsið er byggt í þjóðlegum, rómantískum anda með svipmóti gamla íslenska torfbæjarins. Unnið er yfirhalningu skálans og koma honum í sína upprunalegu mynd. Síðasta sumar hófust endurbætur á langhliðinni eldhúsmegin og hafist handa við nýjan grjóthleðsluvegg. Nýverið hefur vinnu við vegginn verið haldið áfram, það starf hefur reynst mikið og erfitt en alls hafa farið um 16 tonn af grjóti bara í þessa hlið skálans og allt grjót borið og hlaðið með höndunun.