Fréttir

Tvö til­felli sund­mannakláða í haust

Tvö til­felli hafa komið inn á borð Um­hverf­is­stofn­un­ar nú í haust þar sem fólk hef­ur sýkst af sund­mannakláða eft­ir að hafa farið í heitu laug­ina í Land­manna­laug­um. Kláðinn hef­ur komið upp oft­ar en einu sinni áður og árin 2003 og 2004 fengu þúsund­ir sund­gesta sýk­ingu. Var hún þá rak­in til einn­ar and­ar­kollu sem hafði verpt við baðstaðinn og alið upp unga sem all­ir reynd­ust smitaðir.

Skráning hafin í FÍ Landvætti

Búið er að opna fyrir skráningu í æfingaverkefnið FÍ Landvætti 2019. Kynningarfundur er 24. október.

Hlaðvarp FÍ - Næring á fjöllum

Í þættinum reynum við að svara algengum spurningum eins og hverju þurfi að huga að þegar kemur að næringu á fjöllum, samsetningu máltíða, vökvastjórnun, hvað við eigum ekki að taka með okkur sem og algeng mistök sem fólk gerir varðandi næringu og máltíðir á fjöllum. Gestir okkar eru þau Anna Sigríður Ólafsdóttir, kölluð Anna Sigga, Prófessor í næringafræði við Háskóla Íslands. Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum með mikla reynslu leiðsögumaður og af störfum í björgunarsveit. Auður hefur einnig gengið oftast kvenna á Hvannadalshnúk eða um 80 sinnum. John Snorri Sigurjónsson er einnig gestur okkar en hann er fyrsti og eini íslendingurinn sem hefur gengið á K2, en K2 er eitt hættulegasta fjall í heimi. John náði þeim stórkostlega árangri að fara á þrjú fjöll sem eru yfir 8.000 há á aðeins 80 dögum.

11. Umhverfisþing haldið 9. nóvember

Skráning er hafin á 11. Umhverfisþing sem haldið verður föstudaginn 9. nóvember 2018 á Grand Hótel í Reykjavík. Að þessu sinni verður grunnstef þingsins ný hugsun í náttúruvernd og þau tækifæri sem geta falist í friðlýsingum svæða. Á þinginu verður áhersla lögð á nýja nálgun í náttúruverndarmálum. Meðal annars verður kynnt ný rannsókn á efnahagslegum áhrifum friðlýstra svæða, rædd verða tengsl náttúruverndar og byggðaþróunar og áform um stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands skoðuð frá ólíkum sjónarhornum. Þinginu lýkur svo með pallborðsumræðum um sama efni.

Svalur á fjöllum í Heiðmörk

FÍ Svalur á fjöllum boðar til haustgöngu í Heiðmörk laugardaginn 13. október kl. 11:00. Létt og þægileg ganga í Heiðmörk, u.þ.b. 2 tímar. Upplifum haustið saman í bland við allskonar skemmtilegan fróðleik. Mæting kl: 11.00 í Mörkina þar sem sameinast er í bíla fyrir þá sem vilja annars hefst gangan kl:11.30 frá bílastæðinu við Vífilsstaðavatn.

Vinnuferð í Heiðmörk laugardaginn 6. október

Ratleikurinn í Heiðmörk hefur staðið allan ársins hring frá árinu 2012. Við bjóðum öllum þeim sem vilja hjálpa okkur að taka til hendinni n.k. laugardag frá kl. 13:00. Nú þarf að reka niður staura, bora, lakka og dytta að ýmsu í fögru umhverfi.

Síðustu Lýðheilsugöngur FÍ haustið 2018 í dag 26. september - komdu með út að ganga!

Síðustu lýðheilsugöngurnar fara fram miðvikudaginn 26. september kl. 18:00 um land allt. Þeim hefur verið býsna vel tekið og eru göngugarparnir taldir í þúsundum. Á þessum síðasta göngudegi verður m.a. boðið upp á göngu um Bessastaði og Skansinn í Garðabæ, gljúfrið við Giljá á vegum Blönduóssbæjar, gengið verður frá Skjálftasetrinu á Kópaskeri, farið um gömlu Eyjafjarðarbrýrnar að austanverðu og gengið upp gömlu Kambana.

Fjallagarpar Ferðafélags barnanna

Það var Ferðafélagi barnanna mikill heiður að afhenda stórum hópi duglegra og kátra barna viðurkenningarskjal sem Fjallagarpar Ferðafélags barnanna að aflokinni Esjugöngu um helgina. Það hefur verið ótrúlega gaman að ganga með þessum brosmildu og kátu krökkum á sex fjöll og við hlökkum til að hitta þau og aðra krakka aftur í vor þegar við höldum verkefninu áfram!

WFR námskeið - Vettvangshjálp í óbyggðum, örfá sæti laus

Námskeiðið Vettvangshjálp í óbyggðum / Wilderness First Responder (WFR) er 76 klst. sérhæft námskeið í vettvangshjálp, ætlað þeim sem starfa fjarri almennri bráðaþjónustu og gætu verið í þeirri aðstöðu að bera ábyrgð á hópi eða sjúklingi. Af þeim sökum hentar námskeiðið til dæmis vel þeim sem eru leiðsögumenn í óbyggðum.

Gestir og gangandi í náttúrunni

Ferðafélag Íslands og Rauði krossinn bjóða upp á fjórar göngur í október, í og við Reykjavík þar sem nýir Íslendingar eru boðnir velkomnir.