Tvö tilfelli sundmannakláða í haust
26.10.2018
Tvö tilfelli hafa komið inn á borð Umhverfisstofnunar nú í haust þar sem fólk hefur sýkst af sundmannakláða eftir að hafa farið í heitu laugina í Landmannalaugum. Kláðinn hefur komið upp oftar en einu sinni áður og árin 2003 og 2004 fengu þúsundir sundgesta sýkingu. Var hún þá rakin til einnar andarkollu sem hafði verpt við baðstaðinn og alið upp unga sem allir reyndust smitaðir.