Kynningar á fjallaverkefnum
03.01.2019
Ferðafélag Íslands heldur úti fjalla- og hreyfihópum sem ganga út á reglulegar fjallgöngur, heilsubót og góðan félagsskap. Framundan eru kynningar á verkefnum sem er að hefja göngu sína nú í janúar. Meginmarkmið þessara verkefna er útivera, náttúruupplifun, gleði og góður félagsskapur. Eins og í öllum ferðum Ferðafélags Íslands er mikil áhersla lögð á fræðslu og öryggi á fjöllum.