Aðalfundur Ferðafélags Íslands var haldinn í gær. Ólafur Örn Haraldsson flutti skýrslu stjórnar en árið 2018 var sérlega viðburðaríkt hjá félaginu og fjölmörg verkefni sem félagið sinnti á árinu. Skálarekstur er sem fyrr umfangsmesti hluti starfseminnar en kjörsvið félagsins eru skálarekstur, ferðir, útgáfa og fræðsla.