Fréttir

Samstarf um öryggi

Ferðafélag Íslands og Slysavarnarfélagið Landsbjörg hafa gert með sér samstarfssamning. Ferðafélagið styrkir starf Hálendisvaktar Landsbjargar og félögin vinna sameiginlega að öryggismálum ferðamanna, bæði með fræðslustarfi m.a. skiltum sem sett eru upp við fjölfarnar gönguleiðir, stikunum leiða og merkingum.

Sumarnætur

Hvað er fegurra eða friðsælla en töfrar íslenskrar sumarnætur þegar jörðin ilmar af gróðri, fjöllin dotta ofan í lognkyrr vötnin og jörðin sefur? Þetta er tíminn þegar döggin glitrar á birkilaufi og lyngi, þegar birtubrigðin slá bjarma yfir land og haf. Tíminn þegar öll skilningarvit opna sig fyrir magni náttúrunnar, þögnin verður allt að því hávær og okkur finnst við heyra jörðina anda.

Hálendið & opnanir skála

Búið er að opna veg 208 frá Sigöldu og Dómadalsleið F225 að Landmannalaugum.

Skrifstofa lokuð miðvikudag 29. maí

Lokað verður á skrifstofu Ferðafélags Íslands miðvikudaginn 29. maí vegna starfsdags starfsfólks FÍ.

Úlfarsfell 1000 með glæsibrag

Hátíðin Úlfarsfell 1000, sem Ferðafélag Íslands stóð fyrir í gær, heppnaðist vel. Hartnær 1000 manns lagði leið sína á fjallið þar sem tónlistarfólk hélt uppi miklu fjöri.

Vegur 208 í Landmannalaugar opinn

Vegagerðin hefur opnað veg 208 í Landmannalaugar í Friðland að Fjallabaki en aðrir vegir á svæðinu eru enn lokaðir.

Herra Hnetusmjör og Jakob Frímann á Úlfarsfelli 1000

Hátíðin Úlfarfell 1000 verður haldin í annað sinn fimmtudaginn 23. maí kl. 18:00 FerðafélagÍslands stendur fyrir hátíðinni ásamt stuðningsaðilum.

Öxarfjörður út og suður 9.-13. júlí. Sumarleyfisferð Ferðafélagsins Norðurslóðar við Öxarfjörð.

Nokkur sæti laus í sumarleyfisferð Norðurslóðar við Öxarförð. Gengið frá fjöru til fjalla, um núpa, gil og gljúfur. Gist er á farfuglaheimili á Kópaskeri í fjórar nætur. Ekki er gert ráð fyrir sameiginlegum mat fyrsta kvöldið en góð eldunaraðstaða er á farfuglaheimilinu.

Ferðafélag Íslands til liðs við Grænlendinga

Ferðafélag Íslands lagðist á árar með heimamönnum til að stofna Ferðafélag Grænlands og efla þannig enn frekar útivist og hreyfingu. Grænlenska ferðafélagið leit dagsins ljós þann 9. maí þegar sendinefnd frá Íslandi á vegum Ferðafélags Íslands heimsótti Nuuk og veitti ráðgjöf við stofnun félagsins.

Ferðafélag Grænlands stofnað 9. maí

Ferðafélag Grænlands var stofnað 9. maí sl. á fundi í NUUK. Gísli Már Gíslason ritari stjórnar FÍ flutti hinu nýstofnaða félagi kveðju frá Ferðafélagi Íslands. Tómas Guðbjartsson stjórnarmaður í FÍ hélt fyrirlestur um hjarta Íslands og fjallaskíðaferðir. Inga Dora Markussen hefur leitt undirbúningsvinnu á Grænlandi ásamt góðum félögum og Reynir Traustason og Stefán Magnússon hreindýrabóndi hafa unnið að stuðningi þessa verkefnis hér heima. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra er verndari verkefnisins.