Samstarf um öryggi
30.05.2019
Ferðafélag Íslands og Slysavarnarfélagið Landsbjörg hafa gert með sér samstarfssamning. Ferðafélagið styrkir starf Hálendisvaktar Landsbjargar og félögin vinna sameiginlega að öryggismálum ferðamanna, bæði með fræðslustarfi m.a. skiltum sem sett eru upp við fjölfarnar gönguleiðir, stikunum leiða og merkingum.