Það var 10. ágúst 1954 sem við 13 ferðafélagar mættum kl 8:30 við ferðaskrifstofuna Orlof í Hafnarstræti. Þar var fyrir Guðmundur Jónasson með sinn mikla fjallabíl R-346 4x4 af gerðinni G.M.C með sæti fyrir 19 farþega. Fullbúinn til brottfarar, m.a. með uppblásinn gúmmibát á toppnum og fullar matarkistur í lestinni.