Fréttir

Langar þig að víkka æfingahringinn og prófa eitthvað nýtt?

Við erum að fara af stað...

Hvað viltu vita um vita?


Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur

Fjölbreytt sýning um svæði í íslenskri náttúru.

Afmælisganga HSSK á Vífilsfell laugardaginn 28 september frá 11:00-15:00

Hjálparsveit skáta í Kópavogi (HSSK) fagnar 50 ára afmæli á þessu ári og af því tilefni býður sveitin upp á göngu á Vífilsfell næstkomandi laugardag. Vífilsfell er að hluta í landi Kópavogs og félagar sveitarinnar líta það sem fjallið sitt. Nýliðaþjálfun hvert ár hefst með göngu á fjallið.

Gengið á góða spá á sunnudag, 29. september.


Síðustu lýðheilsugöngur FÍ fara fram vítt og breitt um landið miðvikudaginn 25. september

Þá er komið að lokum lýðheilsugangna FÍ. Flestar hefjast þær kl. 18:00 nema annað sé tekið fram. Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði. Göngur sem eru í boði í miðvikudaginn 25. september eru:

Hálendið og vetrarlokanir skála

Hálendi Íslands færist senn í vetrarbúning og aðstæður geta breyst með skömmum fyrirvara. Fyrir nokkrum dögum var fannhvít jörð en snjónum hefur að mestu rignt burtu eftir hressilega úrkomu undanfarna daga.

Grændalur, Grænsdalur, Grænadalur eða Grensdalur?


Lýðheilsugöngur FÍ 18. september

Fjölbreyttar göngur um allt land. Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands verða vítt og breytt um landið nú í september. Göngurnar munu fara fram alla miðvikudaga í septembermánuði kl. 18:00.

Hálendisferð 1954

Það var 10. ágúst 1954 sem við 13 ferðafélagar mættum kl 8:30 við ferðaskrifstofuna Orlof í Hafnarstræti. Þar var fyrir Guðmundur Jónasson með sinn mikla fjallabíl R-346 4x4 af gerðinni G.M.C með sæti fyrir 19 farþega. Fullbúinn til brottfarar, m.a. með uppblásinn gúmmibát á toppnum og fullar matarkistur í lestinni.