Ferðafélag Íslands býður upp á fjölmörg fjallaverkefni sem mörg hver hefjast í upphafi árs 2020. Því er kjörið tækifæri að skora á sjálfan sig og aðra og taka þátt í skemmtilegum verkefnum, þar sem boðið er upp á heilbrigða góða hreyfingu, kennslu og þjálfun í fjallamennsku, skemmtilegan félagsskap og stór skref í átt að heilbrigðum lífsstíll. Verkefnin sem hefjast strax í upphafi árs 2020 eru FÍ Alla leið, FÍ Næsta skrefið, FÍ Fótfrár, léttfeti og þrautseigur og nýtt verkefnið sem hlotið hefur nafnið FÍ jóga og göngur. Skráning í fjallaverkefnin er hafin hér á heimasíðu FÍ og á skrifstofu FÍ.