Líf og fjör á fjöllum - fjölbreytt starf skálavarða FÍ
31.07.2019
Skálaverðir FÍ eru þekktir fyrir vasklega framgöngu enda ýmsu vanir. Verkefnin sem þeir fást við eru fjölbreytt og krefjast útsjónarsemi af þeirra hálfu og oft talsverðrar þrautsegju. Skálaverðir eru þúsundþjalasmiðir. Þegar næsti smiður eða viðgerðamaður er nokkur hundruð kílómetra fjarlægð þarf oft að taka til hendinni sjálfur eftir fremsta megni. Hjá FÍ starfar frábært fólk þar sem allir hjálpast að. Verkefnin eru æði misjöfn, allt frá klósettþrifum í að baka kökur og allt milli himins og jarðar þar á milli.