Það er fátt sem jafnast á við mikilfengleika ysta hluta Tröllaskagans. Fjölbreytnin þar er mikil, há og tignarleg fjöll, hamraborgir, fjallaskörð, grösugir dalir, dalverpi og skálar með sjaldgæfum gróðri. Dýra- og fuglalíf er mikið þar sem margar leiðir liggja nálægt sjó. Höfundur ritsins er Björn Z. Ásgrímsson. Hann hefur stundað leiðsögn á utanverðum Tröllaskaga um árabil, þekkir svæðið vel frá unga aldri í gönguferðum, við smalamennsku og á skíðum.