Sumarnætur
29.05.2019
Hvað er fegurra eða friðsælla en töfrar íslenskrar sumarnætur þegar jörðin ilmar af gróðri, fjöllin dotta ofan í lognkyrr vötnin og jörðin sefur? Þetta er tíminn þegar döggin glitrar á birkilaufi og lyngi, þegar birtubrigðin slá bjarma yfir land og haf. Tíminn þegar öll skilningarvit opna sig fyrir magni náttúrunnar, þögnin verður allt að því hávær og okkur finnst við heyra jörðina anda.