Ferðaáætlun 2019 komin út
10.01.2019
Prentað eintak ferðaáætlunar FÍ 2019 er komið út og er í dreifingu til félagsmanna. Ritið er veglegt, hartnær 100 blaðsíður, stútfullt af spennandi ferðum fyrir alla aldurshópa. Í boði eru sumarleyfisferðir, dagsferðir, helgarferðir, fjallaskíðaferðir, úrval fjalla- og hreyfiverkefna auk áætlunar Ferðafélags barnanna og FÍ Ung.