Það styttist í vetraraðstæður á hálendinu og verið er að vinna að lokunum skála á Laugaveginum. Langidalur í Þórsmörk verður opinn til 1. október en opið verður áfram í Landmannalaugum.
Tólf manna vinnuhópur á vegum Ferðafélags Íslands fór í vinnu- og frágangsferð í Hrafntinnusker um helgina. Farið var með efni og aðföng á fimm jeppum og tveimur vörubílum með krana. Einnig voru grafa og haugsuga með í för. Mun fleiri komu að undirbúningi ferðarinnar með margs konar efnisútvegun og snúningum.
Gengið var í öllum landshlutum í Lýðheilsugöngum FÍ sl. miðvikudag og verðum þeim göngum haldið áfram alla miðvikudaga nú í september. „Þátttakan var framúrskarandi góð sl. miðvikudag, við áætlum að um 3 þúsund manns hafi tekið þátt í göngunum víðsvegar um landið,“ segir Ólöf Sívertsen verkefnastjóri Lýðheilsugangna FÍ.
Hver árstíð hefur sinn sjarma. Nú þegar sumri fer að halla tekur haustið við með sínu einstaka litrófi. Við hvetjum fólk til að reima á sig skóna og anda að sér fersku fjallalofti í haustdýrðinni. En um leið hvetjum við alla til að fylgjast vel með veðurspám og kynna sér færð á vegum og sérstaklega ef þarf að fara yfir ár og vöð.
Eldri og heldri borgarar áttu góða ferð í Þórsmörk í nýliðinni viku þar sem allir áttu góða og skemmtilega stund í Mörkinni. „Upplifðu Þórsmörkina“ ferð eldri og heldri borgara
Gestur þáttarins að þessu sinni er Jóhann Kári Ívarsson skálavörður í einum afskekktasta skála ferðafélagsins, Hrafntinnuskeri sem er í um 1.100m hæð. Jóhann hefur starfað sem skálavörður síðan 2012 þar af lengstum í Hrafntinnuskeri.