Háfjallakvöld þar sem Vatnajökull er í brennidepli verður haldið þriðjudagkvöldið 24. apríl í stóra sal Háskólabíós. Fyrirlestrarnir eru í boði Vina Vatnajökuls og Ferðafélags Íslands og í samstarfi við Félag íslenskra fjallalækna (FÍFL).
Annar þáttur Áttavita Ferðafélags Íslands er kominn í loftið. Að þessu sinni ræðir Bent Marinósson við Döllu Ólafsdóttur og Matthías Sigurðarson, umsjónarmenn Ferðafélags barnanna.
Í tilefni vorhátíðar Kötlu jarðvangs bjóða Eldvötn - samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi til málþings á sumardaginn fyrsta,19. apríl, kl. 13-16:30 í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjarklaustri.
Ríflega 88% göngumanna sem gengu Laugaveginn síðasta sumar, úr Landmannalaugum í Þórsmörk, töldu að náttúran á leiðinni hefði farið fram úr eða langt fram úr væntingum. Aðeins 1% taldi náttúruna ekki standast væntingar.
Mikil orka býr í fjallahópum FÍ þar sem hundruð þátttakenda fá útrás fyrir orku sína í fjallgöngum og útiveru. Nú boðar Ferðafélag Íslands umhverfisátak á næstu vikum þar sem þátttakendur í fjallaverkefnum FÍ og almenningur allur er hvattur til að mæta og plokka plast á hinum ýmsu svæðum.
Nokkrir spennandi örfyrirlestrar fyrir ferðafélaga og útivistarfólk verða á Fræðslukvöldi Ferðafélagsins sem haldið verður fimmtudaginn 12. apríl í sal FÍ, Mörkinni 6.