Árbók Ferðafélags Íslands 2018 er nú í prentsmiðju. Greiðsluseðlar vegna árgjalds FÍ árið 2018 eru komnir í heimabanka félagsmanna og berast á næstu dögum í pósti.
Á föstudaginn var haldinn fyrri hluti námskeiðs fyrir verðandi skálaverði hjá Ferðafélagi Íslands. Á námskeiðinu var m.a. fjallað um starfsemi Ferðafélagsins, öryggismál á fjöllum, ræstingar og þrif og í lok dagsins var fjallað um eldvarnir og notkun slökkvitækja. Alls tóku 25 verðandi skálaverðir þátt í námskeiðinu.
Gestir okkar að þessu sinni eru þeir Helgi Jóhannesson hæstaréttarlögmaður og stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands og Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir og einnig stjórnarmaður í Ferðafélagi Íslands. Þeir eru miklir áhugamenn um fjallaskíðamennsku og settust niður með okkur og fræddu um þessa frábæru útivist sem fjallaskíðamennskan er.
Fjölbreytt fræðslukvöld verður haldið þriðjudagkvöldið 8. maí þar sem meðal annars verður fjallað um nýjungar í nærfatnaði, skíðum, gönguskóm og jöklabúnaði.
Gestur okkar í Áttavitanum að þessu sinni er Hjalti Björnsson. Hann fer hér yfir þau mikilvægu grunnatriði sem fólk þarf að hafa í huga við útivist, hvað varðar eigið öryggi og annarra og einnig hvernig er best að bera sig að við að koma sér af stað í göngu- og fjallamennsku.