Fréttir

Yndislegt í Emstrum

Guðbjörn Gunnarsson og Heiðrún Ólafsdóttir eru skálaverðir FÍ í Emstrum og hafa þau verið tvö ár skálaverðir þar á bæ. Við tókum Guðbjörn tali um sumarið og lífið í Emstrum.

Fjallaverkefni og hreyfihópar fara af stað haustið 2018

Ferðafélag Íslands heldur úti nokkrum fjalla- og hreyfihópum sem allir eiga það sammerkt að vera lokaðir hópar sem ganga út á reglulegar fjallgöngur, heilsubót og góðan félagsskap.

Ný upplýsingaskilti sett upp í Landmanalaugum

Ferðafélag Íslands í samvinnu við Umhverfisstofnun hefur sett upp upplýsingaskilti fyrir ferðamenn í Landmannalaugum. Á skiltinu koma fram upplýsingar um alla þjónustu og aðstöðu í Landmannalaugum, gönguleiðir í nágrenni Landmannalauga sem og upplýsingar um náttúruvernd á svæðinu og umhverfisvæn skilaboð til ferðamanna.

Ókeypis dagsferð á Ok 18. ágúst

Þann 18. ágúst nk. verður gengið á Ok sem er 1.198 m. há dyngja vestur af Langjökli. Leiðsögumennirnir Hjalti Björnsson og Ragnar Antoniussen munu vera þátttakendum til halds og trausts. Gangan upp að öskju Oks og leifum Ok-jökuls er um það bil 2 klukkustundir, en ísmassinn á toppi Ok uppfyllir ekki lengur þau vísindalegu skilyrði sem til þarf til að teljast jökull.

65 FÍ Landvættir luku keppni í Urriðavatnssundinu nú um helgina

Alls luku 65 FÍ Landvættir keppni í Urriðavatnssundinu nú um helgina, en þrautin er ein af þrautum Landvætta.

Hlaðvarp FÍ - Dóri vitavörður

Dóri er einn af þúsundþjalasmiðum Ferðafélags Íslands. Hann segir hér m.a. söguna um hvernig hann var hætt kominn þegar hann féll útbyrðis á sjó um hávetur og hvernig reiðhjólakaup á netinu opnuðu leið fyrir hann í vitavörslu í Hornbjargsvita.

Góð færð á Laugaveginum en mikilvægt að kynna sér veðurspár

„Færðin á Laugaveginum er góð, leiðin stikuð og greiðfær en þó töluverður snjór í og við Hrafntinnusker,“ segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir sem er einn af skálavörðum FÍ í Landmannalaugum.

Árbók FÍ vel tekið - muna að greiða árgjaldið

Árbók FÍ 2018 hefur verið mjög vel tekið. Bókin er mjög umfangsmikil, yfir 500 blaðsíður og rúmlega 500 myndir rituð af Hjörleifi Guttormssyni náttúrufræðingi. Við viljum hvetja félagsmenn sem eiga eftir að greiða árgjaldið að greiða sem fyrst þannig að hægt sé að að senda þeim árbókina og ársskírteinið með öllum þeim fríðindum sem því fylgir.  Allir þeir sem þegar hafa greitt ættu nú að hafa fengið bókina heim eða hún á leiðinni til þeirra með Póstinum í síðasta lagi í lok þessarar viku. 

Endurbætur og vegghleðsla í Hvítárnesi

Skáli FÍ í Hvítárnesi við Hvítárvatn á Kili er einn fallegasti skáli félagsins en jafnframt sá elsti, byggður árið 1930. Húsið er byggt í þjóðlegum, rómantískum anda með svipmóti gamla íslenska torfbæjarins. Unnið er yfirhalningu skálans og koma honum í sína upprunalegu mynd. Síðasta sumar hófust endurbætur á langhliðinni eldhúsmegin og hafist handa við nýjan grjóthleðsluvegg. Nýverið hefur vinnu við vegginn verið haldið áfram, það starf hefur reynst mikið og erfitt en alls hafa farið um 16 tonn af grjóti bara í þessa hlið skálans og allt grjót borið og hlaðið með höndunun.

Það finna allir eitthvað fyrir sig í ferðaáætlun FÍ

Gestur okkar að þessu sinni í Áttavitanum, hlaðvarpi Ferðafélags Íslands, er Sigrún Valbergsdóttir sem er einn af þeim fjölmörgu öflugu og hæfileikaríku félagsmönnum sem mynda Ferðafélag Íslands. Sigrún er er fararstjóri, kennari í leiðsöguskólanum, leikstjóri og ekki síst varaforseti Ferðafélags Íslands og formaður ferðanefndar ferðafélagsins.