Í þættinum reynum við að svara algengum spurningum eins og hverju þurfi að huga að þegar kemur að næringu á fjöllum, samsetningu máltíða, vökvastjórnun, hvað við eigum ekki að taka með okkur sem og algeng mistök sem fólk gerir varðandi næringu og máltíðir á fjöllum.
Gestir okkar eru þau Anna Sigríður Ólafsdóttir, kölluð Anna Sigga, Prófessor í næringafræði við Háskóla Íslands. Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum með mikla reynslu leiðsögumaður og af störfum í björgunarsveit. Auður hefur einnig gengið oftast kvenna á Hvannadalshnúk eða um 80 sinnum. John Snorri Sigurjónsson er einnig gestur okkar en hann er fyrsti og eini íslendingurinn sem hefur gengið á K2, en K2 er eitt hættulegasta fjall í heimi. John náði þeim stórkostlega árangri að fara á þrjú fjöll sem eru yfir 8.000 há á aðeins 80 dögum.