Fréttir

Frábær skráning í haustverkefni FÍ

Fullbókað er í haustverkefni Ferðafélags Íslands, FÍ Alla leið og FÍ Næsta skrefið. Einnig er fullbókað í Landvætti Ferðafélags Íslands 2020. Þátttaka í ferðum FÍ í sumar hefur einnig almennt verið mjög góð og eru það mikil ánægjutíðindi hvað landsmenn eru duglegir að stunda útivist og ferðast um landið.

Lýðheilsugöngur FÍ í september

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands verða vítt og breitt um landið nú í september. Göngurnar munu fara fram alla miðvikudaga í septembermánuði kl. 18:00. Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.

Næsta skrefið 2019

Næsta skrefið 2019 er sjálfstætt framhald af Fyrsta skrefinu. Kynningarfundur verður miðvikudaginn 28. ágúst kl. 20 í risi Ferðafélags Íslands. Verkefnið er marghliða heilsuátak sem hefst í september og lýkur í desember.

Skráning hafin í FÍ Landvætti 2020

Búið er að opna fyrir skráningu í æfingaverkefnið FÍ Landvætti 2020 og nýtt verkefni, hálfur Landvættur. Kynningarfundir verða haldnir þriðjudaginn 8. okt. í sal FÍ, Mörkinni 6. Takmarkað pláss er í hópnum og skráningu lýkur um leið og hópurinn fyllist. Mikil ásókn er í verkefnið og við bendum fólki á að ganga sem fyrst frá skráningu til að tryggja sér pláss.

FÍ Landvættir í Austurísku ölpunum

Stór hópur Íslendinga tók þátt í IRONMAN 70.3 í Zell am see í Austurísku ölpunum sl. sunndag. Alls voru 39 íslendingar sem kláruðu svokallaðan hálfan járnkarl, sem samanstendur af 1900m sundi, 90km hjólreiðum og hálfu maraþonhlaupi, 21.1 km. Af þessum hóp voru 21 sem hafa farið í gegnum Landvættaþrautirnar með FÍ.

Landvættur, Hálfur Landvættur og Ungvættur

Opnað verður fyrir skráningu í FÍ Landvættaverkefnið þann 9. september en nú er í fyrsta sinn, samhliða Landvættaæfingahópnum, boðið upp á þátttöku í æfingahópi sem stefnir á að ljúka hálfum Landvætti á árinu 2020.

Eldri og heldri borgarar í Þórsmörk

Í gær heimsótti fríður hópur eldri og heldri borgara Þórsmörk í ferðafélagsferð í blíðskaparveðri. Þetta er þriðja árið í röð sem þessi ferð er farin og hefur ávallt verið vinsæl.

Sveppaferð í Heiðmörkina 21. ágúst

Sveppir eru algert sælgæti og það sem er skemmtilegast við þá - þeir vaxa villtir í íslenskri náttúru! Það er hins vegar afar mikilvægt að þekkja þá ætu og góðu frá þeim vondu og jafnvel eitruðu. Gísli Már Gíslason, prófessor í líffræði við Háskóla Íslands og fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands, ætlar að leiða göngufólk í allan sannleika um sveppi í fjörugri göngu sem verður miðvikudaginn 21. ágúst.

Haustgöngur Alla leið - kynningarfundur 21. ágúst

Fjallaverkefnið Alla leið heldur áfram í haust með fjallgöngudagskrá sem byrjar 24. ágúst og lýkur í desember. Þetta verkefni hefur hlotið nafnið Haustgöngur Alla leið og verður kynnt á sérstökum kynningarfundi sem fram fer miðvikudaginn 21. ágúst kl. 20 í sal FÍ í Mörkinni 6.

Þolmörk ferðamanna í Landmannalaugum árið 2019 og samanburður við árin 2000 og 2009

Undanfarið hafa rannsakendur á vegum Líf- og umhverfisvísindadeildar Háskóla Íslands í samstarfi við Ferðafélags Íslands unnið að svokölluðum þolmarkarannsóknum meðal ferðamanna í Landmannalaugum. Markmiðið með rannsókninni er meðal annars að kanna hvað einkennir ferðamenn í Landmannalaugum (t.d. þjóðerni, ferðamáti, gistimáti og dvalarlengd), hvernig ferðamenn skynja umhverfi og landslag svæðisins, hvort að ferðamenn séu ánægðir með ferð sína um svæðið og hvað þeim finnst um þá aðstöðu sem er á svæðinu.