Frábær skráning í haustverkefni FÍ
11.09.2019
Fullbókað er í haustverkefni Ferðafélags Íslands, FÍ Alla leið og FÍ Næsta skrefið. Einnig er fullbókað í Landvætti Ferðafélags Íslands 2020. Þátttaka í ferðum FÍ í sumar hefur einnig almennt verið mjög góð og eru það mikil ánægjutíðindi hvað landsmenn eru duglegir að stunda útivist og ferðast um landið.